Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 94
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
107
stað á fleiri en einu tilverustigi og að reimleikarnir séu að hluta til minningar
um Einar sem eru vistaðar í tækjunum hans.
Í upphafi kvikmyndarinnar spyr kvenmannsrödd: „Hvenær sástu Einar
síðast?“12 Spurningin verður margræð í ljósi þess að Gunnar veit ekki hve-
nær hann sá Einar síðast — á lífi. Svar Gunnars hjóðar svo: „ég held það
hafi verið í haust, nokkrum vikum eftir að við hættum saman“. Samtalið á
hljóðrásinni er ekki í samræmi við myndrásina í upphafsatriðinu, sem sýnir
blóðugt andlit Gunnars undir Snæfellsjökli. um er að ræða framlit til ólíkra
tímapunkta í myndinni, þar sem spurningin er borin upp af konu í sveitinni
síðar í atburðarásinni og myndin af Gunnari vísar til endalokanna.
Skömmu síðar er hinsti fundur Einars og Gunnars sýndur. Hann fer fram
á svölum háhýsis í borginni, stuttu eftir sambandsslitin. „Ef þessi flaska væri
ég myndir þú þá bjarga mér?“ spyr Einar í þann veginn sem hann ýtir bjór-
flösku niður af brún svalahandriðsins. Gunnar horfir á eftir flöskunni sem
mölvast vitanlega þegar hún lendir á götunni. Atriðið felur í sér fyrirheit
um örlög beggja; fall Einars (fram af gjótubrún) og sektarkennd Gunnars —
sem var sá sem sleit sambandinu. Vegna þess að Einar er gerandinn, sá sem
lætur flöskuna falla, kunna áhorfendur að fá tilfinningu fyrir skapferli hans
og þörf fyrir að taka áhættu; hann lifir á ystu nöf. Gunnar eltist við skottið
á Einari á ýmsum tilverustigum líkt og Scottie í Vertigo (Alfred Hitchcock,
1958) þræðir anga San Francisco-borgar í leit að Madeleine.13 Hann er að
því leyti eins og spæjari að leita að lausn við ráðgátu — áður en hann skilur
vitsmunalega að glæpur hefur verið framinn. Lausnina finnur hann þegar
hann gengur fram á lík Einars á slóðum sem hann hefur fetað fyrr, ofan í
gjótunni á Snæfellsnesi, utan byggðar.
12 Erlingur Óttar Thoroddsen, Rökkur, Reykjavík: Sena, 2017.
13 Hér má minna á að Vertigo hefst á því að rannsóknarlögreglumaðurinn Scottie
(James Stewart) sér lögreglumann hrapa til bana af húsþaki í eltingarleik við þjóf.
Hann þjáist af lofthræðslu í kjölfarið og hættir að vinna en tekur að sér að elta
hina gullfallegu Madeleine (Kim Novak) fyrir eiginmann hennar. Fallið endurtekur
sig þegar Scottie telur sig sjá Madeleine, sem hann er orðinn hugfanginn af,
hrapa til jarðar úr háum turni, en hann getur ekki komið henni til bjargar vegna
lofthræðslunnar. Næstu vikur eftir dauða Madeleine hringsólar hann um í sporum
hennar, allt þar til hann hittir Judy (einnig Kim Novak) og reynir að endurskapa
kringumstæðurnar sem leiddu til andláts hans heittelskuðu. Í öllum sínum athöfnum
eltist Scottie við draug í einhverjum skilningi. Það fer ekki betur en svo að Scottie
mistekst enn á ný og Judy fellur einnig til bana. Flöskuatriðið gæti í þessu ljósi gefið
til kynna að Gunnari sé fyrirmunað að bjarga Einari, að hann sé þá þegar að eltast
við draug.