Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 71
KjaRTan MÁR ÓMaRSSOn
84
[Við ljáum] húðinni sægrænan lit / sem líkt og vafningsjurt á trjá-
stofni / breiðir úr sér frá skapahárunum / upp á magann / yfir
brjóstin / upp kverkarnar / yfir mjaðmirnar / út á lærin. (31)
allt þar til tröllkonulíkið er „tilbúið í dansinn“ (32). Þá speglar lokaerindi
ljóðsins fundarstaðina í upphafi þess og tröllkonan dansar þar sem áður lá
aðeins líflaus skrokkur. Það er dansað „í skógarrjóðrinu“, „í útihúsinu“, „í
skurðinum“, „í fjörunni“, „undir brúnni“, „á óplægðum akrinum“, „á svefn-
herbergisgólfinu“, „á botni slýmjúkrar tjarnarinnar“ og „í neðsta kjallara
bílastæðahússins“.
Fljótt á litið gæti virst sem ljóðið snerist um eitthvað sem manni er gjarnt
að tengja fagurfræði slægjunnar, grótesku og dauða.16 Sundurlimaðir kven-
mannslíkamar finnast á víð og dreif, sem taka svo til við að brotna niður
og hjakkast um dansandi í rotnandi vessum eigin fitu, galls og eggjastokka.
Tengingin er hreint ekki fjarstæðukennd þar sem Sjón er yfirlýstur áhuga-
maður um hrylling og sýnt hefur verið fram á að í „skáldskap hans [megi]
finna ýmiss konar óhugnaðarminni [þar sem hann] fjallar um forboðna
þekkingu, sturlun og dauða, sundrun líkamans, erótískan hrylling, bann-
helgi og uppreisn gegn borgaralegri hugmyndafræði og samfélagsreglum“.17
Burt séð frá því er skynsamlegt að sýna skáldlega aðgát – ekki að stinga sér í
vatnið (sem er bæði kalt og djúpt) fyrr en maður er búinn að dýfa tánni ofan
í og kanna hitastigið – áður en ljóð eru lesin bókstaflega og þrátt fyrir útslitið
útlitið má halda því fram að ljóðið snúist öllu heldur um fæðingu en dauða.
er innlimaður í og þar af leiðandi gerður að ,vitorðsmanni‘ þess sem mælir, en hins
vegar að „við“ sé rödd þeirra örvera sem starfa við líkamlegt niðurbrot kvennanna.
Þá skapar sú síðari túlkun einnig sterka tengingu við „Dauðafúgu“ Paul Celan sem
er að einhverju leyti ort innan sömu hefðar og inniheldur mælanda í fyrstu persónu
fleirtölu, líka, ásamt konkretískum framsetningarmáta.
16 Um fagurfræði slægjunnar sjá t.d. inngangskafla Carol Clover, Men Women and
Chain Saws: Gender in the Modern Horror Film, new jersey: Princeton University
Press, 1992, bls. 3 –21. Eins má fræðast um fagurfræði slægjunnar í íslensku
samhengi í Guðni Elísson, „Undir hnífnum: Fagurfræði slægjunnar og Reykjavík
Whale Watching Massacre“, Ritið 2/2010, bls. 67–96.
17 Guðni Elísson, „Undir hnífnum“, bls. 92. Sjá einnig Guðni Elísson, „Eftirmáli að
lestrarbók handa nemendum í sextíuogátta ára bekk: Eða: aðferð til þess að koma
ekki of mikilli reglu á hlutina“, Ljóðasafn: 1978 – 2008, Reykjavík: Bjartur, 2008, bls.
347–372, hér bls. 365–372. Þá hefur hann Sjón birt skrif til varnar slægjunni: Sjón,
„Blóð bunar, viðbjóður vellur og hausar fjúka“, Samúel september 1986, bls. 14–17.
Þá skrifaði hann líka kvikmyndahandritið að Reykjavík Whale Watching Massacre,
fyrstu íslensku slægjunni.