Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 68
DanSað Á ÓPLæGðUM aKRInUM
81
hið úrkynjaða skynbragð sækir í, innblásið af mögulegri gereyðingu sinni.7
Til samanburðar býður fagurfræði og formgerð dans grotesque, sem er jafnvel
meira í ætt við galdraþulu en ljóð – byggir á endurtekningu, talnaspeki og
helgisiðum; og nýtir sér aðferðir konkretljóðsins – upp á lestur þar sem hægt
er að líta á niðurbrot konunnar sem ,uppbyggjandi‘ ferli.
Með því að huga að ,leikendum‘ ljóðsins, sviðsetningu þess og mynd-
rænni framsetningu, ásamt því að rýna í merkingarlykla á borð við tröll og
túlkunarhefðir dans má greina vissa mótspyrnu við ríkjandi birtingarmynd-
um kvenna í afþreyingarefni Vesturlanda. Í meðförum Sjón skapast rými
innan ljóðsins til þess að túlka (ofbeldis)verknað, sem væri undir venjulegum
kringumstæðum úrslit frásagnar og kúgandi í garð kvenna, sem nýtt upphaf
þar sem vera konunnar er ekki bundin áhorfanleika hennar. Í danse grotesque
er samband kvenleika og dauða í vestrænni menningu endurmetið.
Gróteska, sagði hún, það er ekkert til sem heitir gróteska
Titlar þjóna stýrandi hlutverki, hvort sem rætt er um skáldverk eða nytjatexta
eins og Gérard Genette bendir á í „Structure and Functions of the Title in
Literature“ þar sem hann skiptir virkni titla í þrennt.8 Helsta virkni titla og
sú eina sem ekki verður komist undan segir hann vera táknunina sjálfa sem
afmarkar efnið og gefur því heildræna einingu.9 Þá taki við lýsandi virkni
sem getur verið allt í senn nákvæm eða villandi og velti það annars vegar á
höfundarætlun og menningarsjóndeildarhring lesanda. Loks mætti benda á
umframmerkingarvirkni titla sem geta jafnvel gengið þvert á vilja höfunda,
verið menningarsögulega skilyrtir og breyst í aldanna rás. Þegar hefur verið
nefnt hvernig lesa megi titil bókarinnar, gráspörvar og ígulker, sem ákveðna
vísbendingu um innihald hennar – hátt og lágt í senn – og er í framhaldi
gagnlegt að huga að titli ljóðabálksins danse grotesque. Skal taka honum bók-
staflega eða nota sem stökkbretti í botnlausan svelg túlkunarinnar? „Lögmál
líkinda liggja til grundvallar ljóðlistinni“, eins og Roman jakobson benti á,
sem leiðir lesanda í óendanlega uppsprettu merkingar, en sé hugað að bók-
staflegu merkingarmiði titilsins má einnig komast að niðurstöðu þrátt fyrir
7 Sjá David Weir, Decadence and the Making of Modernism, amherst: University of
Massachusetts Press, bls. xii.
8 Gérard Genette, „Structure and Functions of the Title in Literature“ , þýð. Bernard
Crampé, Critical Inquiry, sumar 1988, bls 692-720. Greinin er þýðing á erindi sem
Genette hélt í Chicagoháskóla árið 1982.
9 Gérard Genette, „Structure and Functions of the Title in Literature“, bls. 719.