Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 231
SOFFÍa aUðUR BIRGISDóTTIR
228
Eina undankomuleið mín var töfrar, draumar, ímyndanir, hugboð,
goðsögur – nokkuð sem ég kunni ekkert á. Og þegar minn innri
heimur opnaðist mér var hvergi pláss fyrir hann. Stundum varð
hann hreinn og klár óskapnaður, þegar hann braust útí geðhvörf-
unum, þá hurfu öll skil á milli innri og ytri heims. Innri heimurinn
minn var sjálfsprottinn en ég mokaði yfir hann með hugmyndum.
Ég treysti ekki heiminum, ég þurfti sífellt að búa hann til. (58)
En töfraheimurinn er líka rými skáldskapar og sköpunar. Þetta er heimur
þar sem ímyndunarafl skáldsins leikur lausum hala og hann er uppspretta
skáldskapar Elísabetar. Þegar innviðir þessa heims eru skoðaðir kemur í
ljós að hann hvílir á tveimur meginsögum sem um leið eru nokkurs konar
skýringarfrásagnir sem Elísabet notar til að henda reiður á stöðu sinni í til-
verunni. Önnur sagan á rætur í sársauka bernskunnar og sækir til sálgrein-
ingarmódels Freuds og þar er faðirinn í aðalhlutverki. Hin sagan tengist
móðurinni og fjallar um Demeter jarðargyðju og Persefónu dóttur hennar
sem var rænt og haldið fanginni í undirheimum (sjá 159, 161). líkt og fyrri
sagan á rætur í bernsku tengist sú síðari kynþroskanum, ástinni, kynlífinu
og kvenhlutverkinu. Þar kemur einnig við sögu gríska gyðjan „Baubo sem
var gyðja magans, húmorsins, klámbrandara, hláturs, skrípaláta, kynlífs og
kunni umfram allt ekki að skammast sín“ (156). Í forngrískum goðsögum
segir frá því þegar Baubo reyndi að hugga Demeter þegar hún syrgði dóttur
sína og tókst að fá hana til að hlæja, þrátt fyrir sorgina. Það gerði hún með
því að segja henni klámbrandara, fíflast og bera kynfæri sín.11 mér virðist
sem Elísabet reyni að hafa þessa gyðju að leiðarljósi í síðari bókum sínum
þótt það sé stundum erfitt, ekki síst vegna þess að ástarþráin og hin kyn-
ferðislega þrá hefur viðfang (karlmann) sem oft reynist henni fjötur um fót
og skömmina er erfitt að ráða við, eins og komið verður að síðar.
Í skáldskaparheimi Elísabetar fer fram stöðug barátta við að tengja töfra-
heiminn raunveruleikanum og það gerir hún vitaskuld með skrifum sínum
og skáldskap. En stundum vefst fyrir henni að halda þessum tveimur heim-
um aðskildum:
Ég reyndi að aðskilja þessa tvo heima með því að fara gaumgæfi-
lega yfir hugsanir mínar eins og skattstjóri yfir skattframtal. Ég
11 Sjá um Baubo, t.d. marina Warner, From the Beast to the Blonde. On Fairy Tales and
Their Tellers, london: Vintage, 1994, bls. 150-152. Það er athyglisvert að fleiri ís-
lenskar skáldkonur tengja sig við Baubo í bókum sínum. Það gerir Eva Rún Snorra-
dóttir í Fræ sem frjóvga myrkrið, Reykjavík: Benedikt, 2018, sjá aðfaraorð ljóðanna.