Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 73
KjaRTan MÁR ÓMaRSSOn
86
andfélagslegu eðli og færir rök fyrir því að kannski megi líta á „tröllið sem
andstæðu við rétta þekkingu, við rétta trú, við samfélagið og við lögmálið og
segja sem svo: meginhlutverk trölla er að vera ranghverfa hins rétta og óvinir
samfélagsins.“20 Markalínur skilgreiningarinnar eru óljósar en í öllum til-
fellum er um einhvers konar frávik frá því ,venjulega‘ að ræða, hvað svo sem
kann að teljast ,venjulegt’ það sinnið. aðalheiður Guðmundsdóttir segir:
Ávallt er litið á þau [tröllin] sem ógn við norrænu hetjurnar, sem
virðast geta ráðist á þau að vild, næstum eins og þeim væri skyldugt
að berjast við þau og drepa eins mörg þeirra og þær geta. Þetta
ákveðna frásagnarmótíf, þar sem karlkyns hetjur berjast við tröll
í hánorðri (H945.2 í Boberg 1966, 155), tilheyrir almennu þema í
þjóðsögum og bókmenntum, þar sem hetjur reyna á hugrekki sitt
með því að berjast gegn heimi óreiðunnar og/eða yfirnáttúrulegra
óvina, sem ógna egói þeirra sjálfra, karllægu valdi eða því mennska
samfélagi sem hetjurnar tilheyra.21
Fróðlegt er að máta ,tröllkonu‘ Sjóns við þessar lýsingar þar sem sjá má
greinilega kynbundna hleðslu í orðalaginu. Hetjum, sem eru auðmerkjan-
lega karlkyns stendur ógn af tröllum sem „ógna egói þeirra“, „karllægu
valdi“ og því „samfélagi sem [karlkyns] hetjurnar tilheyra“. Tvenndarhugs-
unin býður þeirri hugmynd heim að tröllin séu ekki mennsk og þannig séu
þau í andstöðu við hetjurnar, en hún gæti jafnvel leitt í ljós, sökum þess hve
hraustlega karllegir þættir eru undirstrikaðir, að þau falli í þann flokk að vera
konur sem ógna almennum viðmiðum, rétt eins og tálkvendi menningar-
sögunnar.
Það er ábyggilegt að frásögn ljóðsins hefst á dauða kvenmanns/-manna.
En í stað þess að dauði ,konunnar‘ sé afleiðing þess að hún hafi gengið á
svig við ,reglurnar‘ ber dauðann að strax í upphafi og án forsögu. Líkið sem
finnst, sem „gert er af líkum tólf kvenna“, fer í gegnum ákveðið hnignunar-
20 Ármann jakobsson, „Hvað er tröll? Galdrar, tröll og samfélagsóvinir“, bls. 110.
21 „They [tröllin] are always seen as a threat to the nordic heroes, who seem to be
free to attack them at will, almost as if they are supposed to fight them and kill as
many of them as they can. This particular narrative motif, where male heroes fight
trolls in the far north (H945.2 in Boberg 1966, 155), belongs to a more general
theme in folklore and literature, where heroes test their bravery by fighting against
the world of chaos and/or supernatural enemies, who may be a threat to their own
ego, their male authority or to the human community they belong to.“ aðalheiður
Guðmundsdóttir, „Behind the cloak, between the lines“, bls. 331. Sjálf vísar hún í
aðalheiður Guðmundsdóttir (2014, 21–26); Helga Kress (1993, 119–127).