Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 301
BeRgLjóT SOFFÍa KRISTjÁNSDóTTIR
298
greint sem „öll hugarferli sem persóna upplifir ekki en verða til þess að hún
hugsar, velur, finnur til og hegðar sér“.35 Vermeule nefnir að mestöll heila-
virkni sé ómeðvituð; skilningarvitin sendi frá sér til heilans um 11 milljónir
upplýsinga þegar menn eru vakandi en þeir séu bara vitandi um fjörutíu
þeirra.36 Hún bendir líka á að fátt sé enn vísindalega sannað þegar kemur að
hinu ómeðvitaða og bókmenntum og því sé margt á tilgátustigi. en einkar
forvitnileg er sú uppástunga hennar að menn kanni hið ómeðvitaða, sem er
auðvitað ekki hægt að sjá, með því að gæta að meðvituðum mynstrum í máli
og spyrja sig að því, af hverju þau rísi, en hafa í sömu mund auga á þegar hið
slétta yfirborð hins meðvitaða virðist raskast um stund og verða svo kannski
aftur samt.37
en burt séð frá Vermeule og Maude, laust á sinni tíð niður í vangaveltur
mínar hugsanlegri skýringu á tilteknum einkennum vísu í gísla sögu. Nánar
tiltekið er um að ræða aðra vísu af þremur sem útlaginn gísli nýtir til að
segja auði konu sinni frá svefnförum sínum þar sem draumkonan hin verri
hefur vitjað hans. Fyrsta vísan sem hann fer með hljóðar svo:
Villa oss ef elli
oddstríðir skal bíða,
mér gengur Sjöfn í svefna
sauma, mínir draumar.
Stendr eigi það þeygi
þornreið bragar geiri
öl-Nannan selr annars
efni, mér fyrir svefni.38
eins og sjá má miðlar gísli hér þeirri trú sinni að hann verði ekki langlífur.
Það ræður hann af því að draumkonan hin verri vitjar hans, en lýsir því jafn-
framt yfir að það sé ekki það sem standi honum fyrir svefni. Hann er dálítið
angurvær en talar af fullkominni stillingu og fellir hugsanir sínar í nokkuð
Handbook of Cognitive Literary Studies, ritstj. Lisa Zunshine, Oxford og New York:
Oxford University Press, 2015, bls. 463–482, hér bls. 463.
35 Daniel L. Schacter, Daniel T. gilbert og Daniel M. Wegner, Psychology, 2.útg. New
York: Worth Publishers, 2010, bls. 188. Hér eftir Blakey Vermeule, „The New Un-
conscious: a Literary guided Tour”, bls. 463.
36 Blakey Vermeule, „The New Unconscious: a Literary guided Tour”, bls. 468–469.
37 Sama rit, bls. 471.
38 Hér tilfæri ég kveðskap gísla á nútímastafsetningu en fylgi handritinu aM 556a
4to. Textinn er þar með ekki leiðréttur eins og venja er í lestrarútgáfum en letur-
breytingar eru mínar.