Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 21
MESJ'I LANDKONNUÐUfí I MYRKVIÐI. . .
27
niikið til ágætis með því að
senda Stanley til þess að finna
„náiina í heysátunni“, en hey-
sáta sú var Afríka. Honum hafði
verið falið að afla frétta á leið-
inni, og urðu ævintýri þau, sem
hann rataði þannig' í, til þess
að tefja för hans, en árið 1871
skipulagði Stanley leiðangur
sinn á eyjunni Zanzibar, sem
er undan austurströnd Afriku.
Þetta voru alls 192 menn, og
þar af voru aðeins þrír hvítir.
Þeir héldu sem leið liggur þvert
yfir hinar óþekktu sléttur, svæði,
sem nú heitir Tanganyika, í
steikjandi hita og yfir ólgandi
fljót. Ferðin var sífellt tafin af
uppreisnum og strokumönnum,
af bólusótt og' sjúkdómnum „ele-
phantiasis“, sem lýsir sér í
bólgu og þroti í fótunum, svo
að þeir verða digrir sem fíla-
fætur. Ýmsir aðrir hitabeltis-
sjúkdómar og fæðuskortur töfðu
mjög ferðalagið.
í næstum átta mánuði hélt
Stanley ótrauður áfram ferð-
inni, þar til dag nokkurn, að
hann frétti af hvítum manni
ekki langt undan. Þ. 10. nóv-
ember komst hann til þorpsins
Ujiji á strönd Tanganyikavatns-
ins. Með bandaríska fánann i
broddi fylkingar náði hann loks
furidi lasburða gráhærðs herra-
manns. Um leið og hann nálg-
aðist, lyfti Stanley hitabeltis-
hjálminum og mælti þessi á-
varpsorð, sem hafa varpað
kímniblæ á þennan sögulega
fund þeirra: „Þetta er doktor
Livingstone, að ég hygg?“
Hinn aldraði trúboði gladdist
við komu hans. í sátt og sam-
lyndi ferðuðust þessir tveir
menn um í fjóra mánuði, og
Stanley lærði siði og venjur
Afríku af hinum gamla manni.
En Livingstone vildi ekki yfir-
gefa Afríku. Hann fól Stanley
öll sín skjöl, kvaddi hann og
sást aldrei upp frá þeim degi.
Þegar Stanley kom aftur til Lon-
don, þá var hann bæði lofaður
og lastaður. Þeir, sem vildu
niðra hann, héldu því fram, að
enginn óreyndur maður liefði
getað komizt á stað þann, sem
hann kvaðst hafa komizt á.
Einnig báru þeir hann þeim
sökum, að hann hefði falsað
skjöl Livingstones. En skjöl
Livingstones voru vottfest af
ættingjum hans, og heiðri Stan-
ieys var þannig bjargað. Viktoria
drottning sendi honum jafnvel
g'jöf ásamt heillaóskum sínum.
Lífsstefna Stanleys varð á-
kveðin með fundum þeirra Liv-
ingstones. Hinn frægi blaða-
maður hugðist nú halda áfram
verki gamla mannsins, opna
meginlandið með landkönnun
og flytja íbúum þess þannig
ljós menningarinnar. Héðan i frá