Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 177
MÉR GEÐJAST AÐ KARLMÖNNUM
183
og getur verið hættuleg fyrir
friðsæld heimilislífsins. Karl-
menn heyra stöðugt hið leynda
hvatningarhróp um að taka nú
á sig rögg og framkvæma eitt-
livað, sem konur álíta jafnan
heimskulegt, svo sem að klífa
fjöll eða sigla í baðkeri yfir
Atlantshafið. Sú staðreynd, að
flestir þeirra hlusta ekki á þessi
seiðandi hróp, sýnir bara, hversu
ríka ábyrgðartilfinningu þeir
hafa.
Mörgum konum gremst sú
staðreynd, að karlmenn hugsa
ekki né haga framkvæmdum
sínum á saina hátt og konur,
og um leið gleyma þær þeirri
staðreynd, að þeir eru önnur
tegund mannverunnar en þær
sjálfar eru, og að ekki ætti að
búast við því af þeim, að þeir
séu eins og þær sjálfar. Þeir eru
livorki æðri né óæðri tegund,
aðeins önnur tegund, ólik teg-
und — og „vive la difference!“
(Lengi lifi mismunurinn) Þegar
öllu er á botninn hvolft, hafa
flestir af mestii illmennum
mannkynssögunnar verið karl-
menn . . . . en einnig flestir af
dýrlingum hennar.
» »« «
EFTIRLIT MEÐ RAFMAGNSLlNUM FRAMKVÆMT ÚR LOFTI.
Eftirlit með rafmagnslínum i Svíþjóð er nú framkvæmt úr
lofti. Þær eru samtals 20.000 mílur á lengd, og hefur kostnaður
iækkað um 50% miðað við fyrri aðferð við að framkvæma slikt
eftirlit á jörðu niðri. Flogið er í léttum flugvélum eða þyrilvængj-
um rétt ofan við línurnar, og lesa eftirlitsmennirnir athugasemdir
sínar jafnóðum inn á segulbönd.
Unesco Courier.
GLÆSITENNUR.
Nýjasta fegrunarlyfið er vökvi, sem kann að líta út sem sjálf-
lýsandi naglalakk, en burstinn, sem fylgir, er til notkunar á
TE'NNUR þinar! Burstaðu tennurnar, þurrkaðu þær með bréf-
þurrku, og berðu síðan tannmálninguna á. Sti'júka skal niður í
móti og láta þorna i hálfa mínútu. Árangurinn lætur ekki standa
á sér — perluhvítar tennur, sem nota má til þess að éta með
klukkustundu eftir að þær hafa fengið glæsihúð sína. Og flaskan
kostar hálfan sjöunda shilling.
English Digest.