Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 108
114
ÚR VAL
duglegur, en hafði þó lítiS orð-
ið uppifast. Hann kemur nú
suður, og er ekki að orðlengja
það, að þau verða ásátt um að
láta eitt yfir bæði ganga. Hitt
er mér stórlega til efs, að draum-
lyndi eða rómantík hafi af Guð-
rúnar hálfu stjórnað þeirri ráða-
breytni. Þegar hér var komið
sögu hafði hún einn eða tvo um
þrítugt og varla seinna vænna
fyrir einstæðingsstúlku að koma
sér i höfn. Oftar en einu sinni
heyrði ég hana segja eitthvað
á þá leið, að það væri hægt að
stofna heimili án ástar, eignast
börn án ástar, þvo þvotta og
skúra gólf án ástar. Hvað átti
hún við með þeim ópersónulégu
setningum? Voru það spakmæli,
sem hún hafði lesið i bókum?
Eða var það einföld tjáning á
lífsreynslu hennar sjálfrar?
Fyrstu samvistarár sín voru
þau Benedikt og Guðrún bú-
sett á Austfjörðum, fyrst á
Mjóafirði, siðar á Vopnafirði.
í október 1895 fæðist þeim son-
ur, sem látinn er heila Guðmann
Elías, og á öðrum degi nýrrar
aldar, 2. janúar 1901, fæðist
dóttirin sem hlaut nafnið Elisa-
bet Jónína. Ekki várð þeim
fleiri barna auðið. Benedikt
Þorsteinsson stundaði sjó og
jafnframt algenga verkamanna-
vinnu í landi, en ekki er mér
kunnugt um, að þau hafi átt
búfé. Eins og áður segir þótti
Benedikt dugnaðarmaður til
verka, glæsimenni að valíarsýn,
og hefur óefað átt til að bera
ýmislegt það, sem í augum fólks
þykir koma heim við sanna
karlmennsku —- meðal annars
þrautseigju og þol við vín-
drykkju. Sá hæfileiki sljóvgaðist
ekki, þótt árin liðu; fremur hið
gagnstæða.
Árið 1905 eða þar um bil
flytjast þau búferlum til Akur-
eyrar og áttu heima þar það
sem eftir var af sambúð þeirra.
Á þessum árum fór óregla Bene-
dikts vaxandi, og kom að þvi
um síðir, að þau Guðrún slitu
samvistum. Fór þá Benedikt
suður á land, og höfðu þau
livorugt af öðru að segja eftir
það. Uppi stóð hún ein með
börnin tvö innan við fermingu.
Enn voru orðin þáttaskil i lífi
hennar.
Og nú tóku við erfið ár.
Kannski erfiðari vegna þess,
að Guðrún Jónsdóttir setti mark-
ið hátt. Henni var ekki nóg að
láta hverjum degi nægja sína
þjáningu, þótt liún yrði að sjálf-
sögöu að gera það jöfnum hönd-
um, heldur liorfði hún frain á
við — eignaðist hugsjón. Það
varð hennar hugsjón að láta
það sjást og sannast, að hún
gæti ekki aðeins séð börnunum
sínum fyrir brýnustu lífsnauð-