Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 94

Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 94
100 UR VAL nýja félaga sínum, fórum við nið- ur á það svæði, þar sem fisk- urinn hélt til á. Við vorum með fullan strigapoka af niður- soðnu kjöti. Og' sá stóri kom hiklaust til okkar. Þegar við létum nokkra kjötbita í sjóinn, opnaði boldangið kjaftinn. Og kjötbitarnir hurfu eins og fugla- skari inn i járnbrautargöng. Þá gerðum við með fyllstu var- færni tilraunir til að gefa þeim stóra úr tófa, og hann nartaði í kjötið án þess að gera okkur hið minnsta mein. Við kölluð- um þessa snjöllu skepnu Ódys- seif. Við félagarnir og Ódysseifur urðum óaðskiljantegir vinir. Hann elti okkur hvert sem við fórum og nuggaði sér jafnvel stundum upp við gúmmíblöðk- urnar okkar. Þegar við vorum að jafna okkur eftir þrýsting- inn á miklu dýpi, áður en við fórum upp á yfirborðið, skemmti Ódysseifur okkur, og við fórum í alls kyns leiki, þar til við héldum upp stigann. Þá lónaði hann rétt undir yfir- borðinu eins og strákur, sem horfir raunamæddur á félaga sina, sem búið er að kalla á í matinn. Ódysseifur komst fljótt að þvi, hvenær við köfuðum, og snemma á morgnana beið hann undir stiganum eftir okkur fél- ögum hans. Þá steypti hann sér niður í djúpið með okkui', þótt klunnalegur væri, og' við gáfum honum að borða úr strigapokaniun okkar. Þegar Ódysseifur var i góðu skapi, fengum við allir að klappa honum og klóra á hon- um hausinn. Einu sinni faldi Dumas kjötpokann í lófanum og tók að dansa hægt umhverfis fiskinn. Og Ódysseifur elti beit- una og var hinn ágætasti dans- félagi. Hvert sem Dumas sneri sér, elti sá stóri. Þetta var allt gert svo léttilega og taktfast, að okkur tókst að taka kvik- mynd af þvi, og fer þetta at- riði einlcar vel við valshljóm- fall. En Ódysseifur var líka skapstór. Stundum kom hann askvaðandi, eftir að við höfð- um sett upp myndavélarnar okkar, velti öllu um koll, og við urðum að bægja honum frá. Þá strunsaði hann í burtu, og vantaði ekki annað en að hann skellti á eftir sér hurðinni. Hann sveiflaði sporðinum svo kröftuglega til, að við heyrðum heljarrnikinn dynk fyrir eyrun- um. Og hann reiddist okkur líka, þegar við gleymdum að koma með kjöt handa honum. Þá hélt hann sig spölkorn frá okkur og vildi ekki koma nær, hvernig sem við reyndum að nálgast hann. En það brást ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.