Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 94
100
UR VAL
nýja félaga sínum, fórum við nið-
ur á það svæði, þar sem fisk-
urinn hélt til á. Við vorum
með fullan strigapoka af niður-
soðnu kjöti. Og' sá stóri kom
hiklaust til okkar. Þegar við
létum nokkra kjötbita í sjóinn,
opnaði boldangið kjaftinn. Og
kjötbitarnir hurfu eins og fugla-
skari inn i járnbrautargöng.
Þá gerðum við með fyllstu var-
færni tilraunir til að gefa þeim
stóra úr tófa, og hann nartaði
í kjötið án þess að gera okkur
hið minnsta mein. Við kölluð-
um þessa snjöllu skepnu Ódys-
seif.
Við félagarnir og Ódysseifur
urðum óaðskiljantegir vinir.
Hann elti okkur hvert sem við
fórum og nuggaði sér jafnvel
stundum upp við gúmmíblöðk-
urnar okkar. Þegar við vorum
að jafna okkur eftir þrýsting-
inn á miklu dýpi, áður en við
fórum upp á yfirborðið,
skemmti Ódysseifur okkur, og
við fórum í alls kyns leiki, þar
til við héldum upp stigann. Þá
lónaði hann rétt undir yfir-
borðinu eins og strákur, sem
horfir raunamæddur á félaga
sina, sem búið er að kalla á
í matinn.
Ódysseifur komst fljótt að
þvi, hvenær við köfuðum, og
snemma á morgnana beið hann
undir stiganum eftir okkur fél-
ögum hans. Þá steypti hann
sér niður í djúpið með okkui',
þótt klunnalegur væri, og' við
gáfum honum að borða úr
strigapokaniun okkar.
Þegar Ódysseifur var i góðu
skapi, fengum við allir að
klappa honum og klóra á hon-
um hausinn. Einu sinni faldi
Dumas kjötpokann í lófanum og
tók að dansa hægt umhverfis
fiskinn. Og Ódysseifur elti beit-
una og var hinn ágætasti dans-
félagi. Hvert sem Dumas sneri
sér, elti sá stóri. Þetta var allt
gert svo léttilega og taktfast,
að okkur tókst að taka kvik-
mynd af þvi, og fer þetta at-
riði einlcar vel við valshljóm-
fall. En Ódysseifur var líka
skapstór. Stundum kom hann
askvaðandi, eftir að við höfð-
um sett upp myndavélarnar
okkar, velti öllu um koll, og
við urðum að bægja honum frá.
Þá strunsaði hann í burtu, og
vantaði ekki annað en að hann
skellti á eftir sér hurðinni.
Hann sveiflaði sporðinum svo
kröftuglega til, að við heyrðum
heljarrnikinn dynk fyrir eyrun-
um. Og hann reiddist okkur
líka, þegar við gleymdum að
koma með kjöt handa honum.
Þá hélt hann sig spölkorn frá
okkur og vildi ekki koma nær,
hvernig sem við reyndum að
nálgast hann. En það brást ekki