Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 144
150
U R V A L
Foreldrunum hnykkti við
þessi orð hennar. Þetta var skýr-
ing þess, hversu framtakslítil
og dauf litla telpan þeirra var
orðin: sjúkdómurinn hafði haft
þær afleiðingar, að iitla stúlkan
var orðin algerlega heyrnar-
laus.
Eitt varð þó til þess að draga
úr sárasta sviðanum. Gagnstætt
þeim, sem fæddir eru heyrnar-
lausir, kunni Mabel Hubbard að
tala. Gardiner Greene Hubbard
faðir hennar var efnaður lög-
fræðingur i Cambridge í Massa-
chusettsfylki. Hann átti þá sæti
i fræðsluráði bæjarins. Hann
gerði sér grein fyrir því, að
hún myndi þarfnast sérstakrar
kennslu, ef henni ætti að tak-
ast að viðhalda þeirri talhæfni,
sem hún hafði þegar tileinkað
sér, og bæta við hana. En mik-
il urðu vonbrigði hans, þegar
honum tókst ekki á þvi herr-
ans ári 1863 að finna neinn
kennara i Bandaríkjunum, sem
tilleiðanlegur væri til þess að
reyna að kenna heyrnarlausu
barni að tala.
Hann fór til hinna ýmsu
heyrnarleysingjaskóla, í Boston.
Philadelphiu, New York og Hart-
ford, en alls staðar var kveðinn
upp sami dómurinn: „Það mun
ekki reynast mögulegt að halda
talkunnáttu dóttur yðar i horf-
inu. Hún verður mállaus inn-
an nokkurra mánaða, vegna þess
að hún getur ekki heyrt.“ Hon-
um var sagt, að fingramál væri
eina vonin, þvi að enda þótt
henni tækist á einhvern undur-
samlegan hátt að læra að tala,
yrði rödd hennar „eins óþægi-
lega ógeðfelld og' öskrið i eim-
reið.“ Það voru í rauninni ekki
til neinir slíkir skólar. Hinir
heyrnarlausu voru settir á
„hæli“, og Gardiner og Gertrude
Hubbard höfðu andúð á því
orði.
En i þessari leit sinni frétti
Hubbard, að i Þýzkalandi væri
heyrnarlausum nú kennt að
lesa af vörum annarra og tæk-
izt þeim þannig að læra að tala.
í örvæntingu sinni ákvað liann
að gripa í þetta hálmstrá, þótt
yfirvöld hinna bandarísku skóla
álitu hugmynd þessa einkennast
af óraunsæi. Eini maðurinn i
Bandarikjunum, sem liklegur
yrði til þess að hvetja hann til
þess að gera þessa tilraun, var
dr. Samuel Gridley Howe, skóla-
stjóri Perkins-blindrastofnunar-
innar i Boston. Dr. Ilowe og
hinn frægi skólafrömuður Hor-
ace Mann höfðu báðir heimsótt
skóla þessa i Þýzkalandi og gef-
ið skýrslu um heimsókn þessa,
og var skýrsla sú skólunum í
hag. Því heimsótti Hubbard dr.
Hovve.
Sagt var um Hovve, að mætti