Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 125
HARÐASTl VETUR EVRÓPU
131
fergis, einn bær í Englandi í
66 daga.
1 Skotlandi var snjórinn svo
djúpur, að ganga mátti yfir alda-
gömul limgerði. Slcáldið Hugh
Mac-Diarmid segir hann hafa
verið svo djúpan umhverfis kofa
sinn i hálendinu, að eina nótt
fann hann kind uppi á þakinu.
í Stonehenge var 4000 ára göm-
ul steinsúla frá bronsöld, 23ja
feta há og 26 tonn að þyngd,
nærri oltin. Sandhrúgur til
ofaníburðar i vegina, frusu í 3ja
tonna kekki, sem varð að þiða
með gufu. í Frakklandi sáust
úlfar í fyrsta sinn í 50 ár. Á
Mið-ítaliu stöðvaði úlfahópur,
sem var að rífa í sig kindarhræ,
vagnalest í þrjár klukkustundir,
þrátt fyrir lúðraþyt og( kastljós.
Meira en 2000 manns biðu
bana, sumir frusu i hel, aðrir
fórust í flóðum og skriðuföll-
um, sem á eftir fylgdu, og enn
aðrir af slysförum. En innan
um allar hörmungarnar mátti
einnig sjá glaðværð, þegar vetr-
arsnjórinn lagðist yfir staði, þar
sem hann hafði naumast sézt
fyrr. Það var barizt með snjó-
boltum á Capri, og i Barcelona
og i Marseilles var fólk á skið-
um skammt frá strönd Miðjarð-
arhafsins.
Þetta var hinn furðulegasti
vetur. Bændur á Englandi grófu
upp gulrætur sínar með loft-
borum. í Danmörku gengu á-
ætlunarbílar á milli eyjanna í
stað ferjanna. Það var svo mik-
ill snjór i St. Bernhardsskarðinu
i Sviss, að munkarnir og hinir
frægu björgunarhundar þeirra
leituðu niður til hlýrri og ör-
uggari staða. Að minnsta kosti
eitt kraftaverk gerðist. Einn
sunnudagsmorgun í janúarmán-
uði féll aurskriða á grískt þorp
í Mikro Horlo og gróf 62 hús.
Nokkrir fórust, en meginhluti
íbúanna bjargaðist, með þvi að
þeir voru við guðsþjónustu í
einni af hinum fáu byggingum,
sem eftir stóðu —■ kirkjunni.
Á hesta og vagnatimunum
áður fyrr kunna að hafa komið
kaldari vetur, en á þeim tímum,
þegar hvorki þekktist rafmagn
né bifreiðir, fáar járnbrautir og
lítill iðnaður, olli það litlum
truflunum. Árið 1963 hlutust af
því feiknarleg vandræði. Sök-
um snjóa- og isalaga brugðust
samgöngur og féllu alveg nið-
ur. Á meðan á hörkunum stóð
mátti segja, að í Evrópu stæði
allt fast, bæði lestir, bílar og
bátar. Þúsundir báta, sem flytja
skyldu kol og olíu, sem iðnaður-
inn gat ekki án verið, voru
innifrosnir í skurðum og ám
vikum saman. Hver verksmiðj-
an á fætur annarri varð að
hætta rekstri.
Eimvagnarnir voru ósjálf-