Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 41
SJÚKDÓMAR Oti ÍMYNDUNAR VEIKI
47
inu um mikið af þeirri aukn-
ingu. Pilluprangararnir hamra
þar sí og æ á kvillum manna,
og gefa í skyn, að lækningin
bíði þeirra hjá lyfjasölunum.
Milljónir áhorfenda fylgjast með
dr. Kildare i sjúkravitjunum
hans og með dr. Ben Casey inn
í skurðstofuna.
Sjúkdómar eru venjulega árs-
tíðabundnir, og ná oft hámarki
seinni hluta vetrar, en fækkar
eftir því sem á sumarið liður.
Móðursýkin hagar sér hins veg-
ar þveröfugt. Velmetinn lækn-
ir, með mikinn sveitapraxis
hefur sagt, að sér virðist bera
mest á henni á liinum „g'löðu“
árstiðum, þá „liði hinum móður-
sjúka verst, svo sem til mót-
vægis. Og í desember er hann
álíka niðurdreginn. Þegar jóla-
blærinn fyllir loftið, kunna
aðrir að vera í jólaskapi, en
ekki hann.“
Hinum móðursjúku má skipta
i nokkra aðalflokka. í einum
flokknum eru þeir, sem lifa og
hrærast i pilluáti, og safna pill-
um eins og aðrir safna frimerkj-
um eða mynt. Faðir minn var
einn þeirra. Tugir af glösum,
með alla vega litum pillum,
stóðu i röðum á baðherbergis-
hillunni, og með vissu millibili
voru þær látnar víkja fyrir
nýju safni. Móðir mín, sem var
nýtin að upplagi, hellti þeim
pillum, sem hann var búinn að
taka frá, í stóra krukku. Við
einstöku tækifæri, þegar liún
var eitthvað miður sín, hristi
hún krukkuna vandlega, valdi
sér tvær pillur af handahófi og
gleypti þær. Venjulega skánaði
henni ótrúlega vel af því.
UNDRAPILLUR
Að vissu marki trúum við
því öll með hinum móðursjúku,
að nýjustu pillurnar muni geta
gert kraftaverk. Sægur af til-
raunum hefur verið gerður með
svonefndar „placebos“ (gabb-
pillur), sem oft eru gerðar að-
eins úr lituðum mjólkursykri
og hafa ekki hinn allra minnsta
lækningamátt i sér fólginn, og
reynast þær furðulega vel við
ýmsurn sjúkdómseinkennum. Af
199 manna hóp með höfuðverk,
sem slíkar jíillur voru gefnar,
batnaði 120. Af öðrum hóp með
sórar þrautir eftir uppskurð,
batnaði 53 af hundraði, 35 af
hundraði með kvef og 58% af
hópi fólks með sjóveiki.
Annar algengur flokkur móð-
urskúkra eru hinir heittrúuðu,
sem sífellt eru að reyna að selja
öðrum sjúkdóm sinn og þá jafn-
fpamt nýjustu lækninguna við
honum.Enn einn flokkur móður-
sjúkra eru, þeir, sem hlaupa frá
einum lækninum til annars.
Þessir menn sannfærast fljót-