Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 38
44
ÚR VAL
stang, sem kaupgreiðslum fylg-
ir. Fyrirtækið lætur bankanum
í té vinnutímafjölda hvers starfs-
manns vikulega, ásamt öðrum
nauðsynlegum upplýsingum, sem
rafeindaheili bankans fær svo
til úrvinnslu. Hann reiknar
þannig' út laun sérhvers starfs-
manns hjá fyrirtækinu, sem
getur sótt laun sin þangaS, án
nokkurrar aukagreiSslu, eSa þá
aS liann leggur laun sín aS öllu
eSa einhverju leyti inn i bank-
ann.
Bell talsímafélagiS hefur að
undanförnu unnið að smíði á
algerlega sjálfvirkri rafeinda-
„miðstöS“, sem meira að segja
gerir viðvart um allar bilanir
á kerfinu og segir til um orsök
þeirra og hvernig þær skuli
lagfærðar. Og bili einhver af
hinum 6,500 transistorum eða
45,000 diodum, tengir rafeinda-
heilinn samstundis vara-transis-
tora í staðinn um leið og hann
aftengir hina, og eins er það
með diodurnar.
Um leið kallar vélin menn
til aðstoðar. ÞaS tekur hana
ekki nema þúsundasta brot úr
sekúndu að uppgötva sína eig-
in bilun, og um leið tekur sjálf-
virk ritvél að skrá á merkjamáli
i hverju bilunin sé fólgin og
hvernig eigi að lagfæra hana.
Hún hefur meira að segja geng-
{ ið svo langt, að uppgötva sjálf
aðferð til viðgerðar, sem ekki
var þó skráð i minnisgeymd
hennar, og' þar sem einn af
þráðunum reyndist rangtengdur
fyrir vangá, forðaSist hún not-
kun hans, en greip til annars
þráðar í staðinn. Og nú greinir
sérfræðingana hjá Bell á um
það, livort þarna hafi mannleg
fyrirhyggja, varðandi gerð vél-
arinnar, komið fram, eða hvort
hún sé tekin að hugsa sjálfstætt!
Mönnum eru enn i fersku
minni vandræðin, sem sérfræð-
ingarnir áttu i við firðtalsgervi-
hnöttinn Telstar. Sérfræðingun-
um hjá Bell tókst að koma hon-
um i lag, þar sem hann gekk
braut sína úti í geimnum.
Telstar var skotið út i geim-
inn þann 10. júli sl. Lengi vel
þjónaði hann sínu hlutverki ó-
aðfinnanlega, og skilaði bæði
sjónvarpsatriðum og símtölum
yfir AtlantshafiS, eins og til var
ætlazt.
En svo gerðist það, að hann
neitaði fyrirvaralaust að hlýðn-
ast jarðneskum skipunum. Ilann
tilkynnti þó sjálfur, livað að
væri i sinu margslungna leiðslu-
kerfi. Meinið var, að ekki nema
nokkur af skipunarmerkjunum
komust þar i gegn. Sérfræðing-
arnir hjá Bell komust að raun
um, að örlítill transistor hafði
orðið óvirluir sökum áhrifa frá
geislunarbelti, sem myndazt