Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 112
118
ómálga barn, konunni á sjötugs-
aldri, sorgmæddri og lúinni.
Dóttirin hefur látiS eftir sig
son, sem er rúmlega ársgamall
þennan örlagaríka vetur þegar
gamla konan fastákveður það
aS láta hann ekki frá sér fara,
heldur annast uppeldi hans og
sjá fyrir honum eftir því sem
hún hefur krafta til og á með-
an henni endist líf. — Nú dvelst
hún i bakherbergi stórhýsis við
Hafnarstræti, skuggalegu her-
bergi, þótt gluggi þess viti mót
suSri. Húsin sunnanvert eru það
há, að varla sést til sólar. Og
í þessu herbergi er engin upp-
hitun. MiSstöðvarrör gægist út
úr vegg á einum stað; en enginn
miðstöðvarofn, kolaofn því sið-
ur. Á oliulampa logar nótt og
dag, til þess að halda hita á
ungviðinu, sem er að sálast úr
kighósta. Gamla konan á ekki
í mörg hús að venda — og
þegar barnið tekur hóstasogin,
má fullteins vænta þess, að það
kafni. Það er eins og þessi hósti
þess ætli aldrei að réna. Mér
er öldungis ókunnugt um það
hvort hún bað til guðs. Hitt er
mér kunnugt um, að hún raul-
aði visu sem var einhvernveg-
inn svona:
Bágt á litla barnið hér,
babbi er ekki heima.
Mamma er farin þín frá þér,
Ú RVAL
og þig kann ég ekki að geyma.
En Guðrún Jónsdóttir frá
Hausastöðum reyndist kunna
prýðisvel að geyma þetta barn.
Þetta barn er ég', sem skrifa
þessar Mnur.
Um þær mundir sem hún
færðist það í fang að ala mig
upp, sagði fólk við hana i hugg-
unarskyni eitthvað sem svo:
Þú getur vel lifað, Guðrún mín,
þangað til hann veröur orðinn
átta eða niu ára. En henni
auðnaðist reyndar að lifa tvö-
faldan þann tíma; þegar hún
dó, gat hún verið nokkurn veg-
inn viss um, að ég gæti séð
fyrir mér sjálfur. Þá var hlut-
verki hennar lokið i ströngustu
merkingu þess orðs. En kann-
ski var því alls ekki lokið, og
er ekki enn. Persónuleiki henn-
ar, ævi og störf verða mér fyrir
hugskotssjónum svo lengi sem
ég lifi. Sumt af því sem hún
sagði á þeim árum, þegar ég
enn var barn, hefur öðlazt nýtt
líf — nær því sem við köllum
sannleika, heldur en á meðan
það var talað. Alþýðlegustu at-
hugasemdir geta í minni manns
jafnazt á við mörg hver speki-
orð þeirra sem lærðir eru —
þegar öllu er á botninn hvolft.
Smáatriðin, þessi óendanlega
mörgu atvik úr daglegu lifi ár-