Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 90
ÚHVAI
9(i
meS handleggsstúfunum.
Hún lyfti höföinu og bar and-
litið upp að bókinni, og ég
horfði furðu lostin og lotningar-
full á hana, þarna sem hún
hreyfði til öxlina og kjálkann
upp og niður og skrifaði til-
einkun til mín í bókina. Ég
kemst alltaf við þegar ég lít
á þessi orð. Hún var ekki leng-
ur að þessu en eina minútu, og
þegar þvi var lokið, lét hún
sjálfblekunginn detta og leit
upp.
Ég var miður mín af undrun,
og í sömu andránni hringdi sím-
inn. Denise hallaði sér strax
fram, lyfti tækinu með báðum
handleggsstúfunum og hélt á-
þvi eins og hvitvoðungi. Siðan
lyfti hún með vinstri hendinni
heyrnatólinu upp að eyranu og
vafði snúrunni um hægra hand-
legginn. þar til taltrektin nam við
munn hennar. Og meðan á þessu
stóð, talaði hún og hló eins og
ekkert væri eðlilegra.
Þegar samtalið var á enda,
spurði ég hana, hvernig hún
veldi sér númer svona fingra-
laus. „Ofur einfalt," sagði liún og
sýndi mér það.
Fyrst náði hún sér i gúmmi-
teygju á skrifborðinu og smeygði
henni upp á vinstri handlegg-
inn (hún er örvhent), síðan
hallaði hún sér fram og tók
pappírshníf i munninn og
smeygði skaftinu undir teygj-
una, þar til oddurinn stóð út.
Þetta var „fingurinn“ hennar
— og' þetta tók ekki nema ör-
skot. Fyrst dró hún til sín sím-
ann, og að þvi búnu valdi hún
sér númer.
Denise notar einnig þessa
sömu teygju, þegar hún þarf
að skrifa mikið eða þegar hún
málar. Teygja heldur sjálfblek-
ungnum eða penslinum jafnfast
og pappírshnífnum.
Ég þóttist nú hafa séð krafta-
verk. En ef svo var, þá átti ég
enn eitt kraftaverkið og það
enn stórkostlegra í vændum.
Að sjá Denise Legrix ganga er
furðuleg og næstum gjörsam-
lega ótrúleg sjón.
Ég spurði hana, hvort ekki
þyrfti að bera hana til og frá.
En ég var ekki búin að ljúka
við setninguna, þegar hún lagði
af stað og gekk í kringum skrif-
borðið. Fæturnir á henni eru
ekki lengri en handleggirnir,
en með furðulegri fimi knýr
hún stólinn sinn áfram næst-
um með venjulegum göngu-
hraða.
Hún notar ekki hjólastól. Þetta
er venjulegur stóll með fjórum
fótum. En það hefur kostað
hana mikla þrautseigju og oft
einnig vonbrigði að læra að
nota herðabiöðin, mjaðmirnar
og fótastúfana þannig', að hún