Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 44
50
ÚR VAL
fólk, sem óskar uppskurðar,
verður ótrúlega leikið í að gera
sér upp sjúkdómseinkenni, iðu-
lega nógu leikið tii þess að villa
jafnvel hinum lærðustu læknum
sýn í einni athugun var fylgzt
með 250 sjúklingum, sem kvört-
uðu um þrautir og truflanir í
meitingarvegum, án þess að
nokkur örugg merki um vef-
ræna sjúkdóma fyndust. Meira
en helmingur þeirra gekk und-
ir uppskurð, án þess þó að þeir
losnuðu við sjúkdómseinkenni
sín, en hinir móðursjúku fengu
það, sem þeir óskuðu, liuggunar-
rílca sjúkrahúsvist, athygli vel-
viljaðra hjúkrunarkvenna og
lækna, og heimsóknir umhyggju-
samra vina og vandamanna. Og
svo vitanlega nýtt umræðuefni
til notlcunar síðar.
Það sem ef til vill kann að
vera afdrifarikast við móður-
sýkina er það, að hinar þrálátu
kvartanir geta villt um fyrir
lækninum, svo að fram hjá hon-
um fari einhver raunverulegur
sjúkdómur, sem á bak við ligg-
ur og hægt væri að lækna.
Hvernig á læknirinn að snú-
ast við móðursýkinni? Þetta er
einhver allra erfiðasta spurn-
ing, sem læknastéttin á við að
glíma. Margir læknar, sem eiga
aimríkt og' eru óþolinmóðir að
fást við móðursjúkt fólk, skapa
sér fasta venju gagnvart því.
Þeir klappa sjúklingnum vin-
gjarnlega á bakið og fullvissa
hann um það aftur og' aftur,
að hann sé stálhraustur.
Oft er þetta óheppilegasta
tegund meðferðar. í forustugrein
i „Minnesota Medicine“ er það
orðað þannig: „Stundum getur
það verið skynsamlegt að lofa
sjúklingnum að nota sín ráð
til að bjarga sjálfsáliti sínu.“
Slíkir sjúklingar kunna að hafa
fulla þörf á sínum ímyndaða
sjúkleika sér til afsökunar á
ýmsum göllum sínum og mis-
tökum. Ef þekktir og færir lækn-
ai vísa þeim stuttaralega frá
sér, lenda þeir iðulega í hönd-
unum á samúðarfullum skottu-
læknum. Sannleikurinn er sá,
að móðursjúka fólkið eru beztu
vinir skottulæknanna. Sú vafa-
sama manngerð er oftast fijót að
fallast á, að um alvarlegan sjúk-
dóm sé að ræða, og sjúkling-
urinn hafi réttilega litið hann
alvarlegum augum. Og svo hefst
hin langa og kostnaðarsama
en algerlega gagnslausa með-
ferð.
Hinsvegar hafa margir lækn-
ar nú á dögum gert sér ljóst,
að móðursýkin er nógu alvarleg-
ur sjéikdómur til að gera marg-
an manninn óvinnufæran, og
gera sér samviskusamlega far
um að ráða niðurlögum hans.
Dr. Hugh Matthews ritar í Post-