Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 113
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
119
anna, mynda þá heild, sem ekki
verður lýst i fáum orðum. Ein-
stakir drættir út af fyrir sig
geta líka orðið ótrúlega sterkir;
einstök atriði i heildarmynd-
inni. . .
Nærtækar eru mér á þessari
stundu hendur hennar. Þessar
vinnulúnu, sigggrónu hendur,
grófar eftir áratuga strit í eld-
húsi, gróðurreit, þvottahúsi eða
á síldarplani. En þó svo ósegj-
anlega mjúkar lrendur, svo mjúk-
ar, að þær voru öllum öðrum
fremur þeim hæfileika búnar að
strjúka tár af ungum vanga.
Þessar hendur, ég minnist þeirra
er hún hvildi þær fram á borð-
plötuna að dagsverki loknu. Og
þær eru mér nærtækar á þess-
ari stundu, ekki hvað sízt vegna
þess, að ég sit einmitt við þetta
sama borð. Ég hef að visu ár-
um saman unnið við þetta borð
og skrifað við það bækur. En
endurminning lúinna handa
gamallar konu getur á stnd-
um lætt þeim grun í hug manns,
að ómerkilegt sé að skrifa bæk-
ur. Siggletur slíkra handa getur
sagt fullteins mikið og skráð
verður á bók.
Elías Mar.
xx>
Fyrir nokkrum árum yfirgaf ég heimili mitt í afskekktri sveit
upp í hæðum Tennessee og útvegaði mér vinnu í næstu borg.
Ég var geysilega upp með mér vegna kaupsins, sem ég fékk, og
keypti mér heilmikið af nýjum fötum, sem ég sýndi svo fjölskyld-
unni, þegar ég kom i heimsókn. Ég var einmitt að sýna mömmu
ný Bikini-baðföt og hafði farið í þau, svo að hún gæti séð, hvern-
ig þau færu. Þá kom pabbi inn. Ég sagði við hann: „Pabbi, sérðu
hvað ég keypti?"
Hann leit vanþóknunaraugum á mig, þar sem ég stóð þarna
í skjóllitlu baðfötunum mínum, og svaraði þurrlega: „Næstum."
Frú Kroeger.
Sumt fólk heldur, að fólksflutningar til annarra hnatta sé
lausnin á offjölgunarvandamáli mannkynsins. E'n það þyrfti
heilmikinn farkost bara til þess eins að halda i horfinu. Ætti
íbúatala hnattarins að standa í stað, þyrfti fullhlaðið 100 sæta
flugfar að yfirgefa hnöttinn á mínútu hverri.