Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 100
100
ÚR VAL
breytist í þróttvana vesalinga
um leið og þau eru tekin af
brjósti. Proteinskortur fæðunn-
ar veldur því, að barnið verður
gráhært eins og öldungur, fæt-
ur þess vöðvavana, og þau verða
óstyrk en uppblásin.
Hvað er til róða, svo að börn
þau, sem fæðast í dag, ásaki
okkur ekki harðlega fyrir það,
að við höfum ekki reynt i tíma
að sporna við því hungri, sem
þau verða að þola á manndóms-
aldri, árið 1999? Við, sem telj-
umst til þeirra þjóða, sem þekk-
inguna hafa. Það, sem mest ríð-
ur á, er að sjá svo um, að þær
þjóðir, sem skemmra eru á veg
komnar, tileinki sér þá þeklc-
ingu, en þó fyrst og fremst, að
við finnum hjá okkur innilega
löngun til að hjálpa þeim, sem
nú svelta heilu eða hálfu hungri,
til þess að hjálpa sér sjálfir.
Eitt af því mikilvægasta, sem
vannst á árið 1903, var það, að
þá sást þess vottur, að almennur
skilningur væri að vakna á þeim
hörmulegu staðreyndum, sem
vísindamenn hafa rætt um og
ritað síðastliðin fimmtán ár,
og um leið það, sem var enn
mikilvægara, að allur almenn-
ingur væri við þvi búinn að
horfast í augu við þær.
Þessi sigur hefur að miklu
leyti unnizt fyrir einbeitta við-
leitni Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
sem hóf baráttuna fyrir frelsun
frá hungri, árið 1960, og sem
meðal annars var skipulögð á
Bretlandi á þessu ári, með her-
togann af Edinborg' sem vernd-
ara nefndar, er skipuð var full-
trúum brezka heimsveldisins.
Baráttan, sem hefur það að
kjörorði, að koma í veg fyrir
hungursneyð, í stað þess að
draga einungis úr henni, er
skipulögð mjög í anda hins
gamla kínverska spakmælis: „Ef
þú gefur manni fisk, sefar þú
hungur hans þann daginn — ef
þú kennir manninum að fiska,
sefar þú hungur hans svo dög-
um skiptir.“
Það er einmitt þetta skynsam-
lega viðbragð gegn fæðuskort-
inum, sem ég aðhyllist sem vís-
indamaður. Með því er revnt að
grafa fyrir rætur meinsins, frek-
ar en að draga úr þjáningunum,
sem því eru samfara, þar sem
það hefur náð öllum tökum.
Það er engin endanleg lausn
á hungursneyðinni i Asiu, að
flytja þangað mat, heldur verð-
ur að kenna Asiubúum og ná-
grönnum þeirra, hvernig þeir
eigi að auka búfénað sinn og
afrakstur hans, og rækta akra
sína svo, að þeir gefi sem mesta
uppskeru.
Lausnin á fæðuskortinum i
Afríku er fyrst og fremst sú, að