Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 176
182
Ú R V A L
það fyrir sjálfum sér og öðrum,
að Iiann sé raunverulega karl í
krapinu, raunverulegt karl-
menni. Og þess vegna verð-
ur hann raun veruiega aldrei
fyllilega „heimilistaminn". Það
getur verið, að hann sýnist
stundum vera það, en jafnvel
þegar hann af mikilli hlýðni
skiptir um bleyjur á barninu,
þá hefur hluti af honum sloppið
burt og derrir sig við bál kyn-
flokksins og segir lygasögur um
stríðskappana, sem hann hefur
drepið og 'kvenfólkið, sem hann
hefur yfirgefið og situr eftir
með sárt ennið og þráir hann
heitt.
Hið niótsagnakennda eðli
kiarlmannsins er augsýnilegast
i afstöðu hans til kvenna. Karl-
maðurinn þarfnast þess umfram
allt að geta sannað ósvikinn
kynkraft sinn, og meðan þjóð-
félög voru enn á frumstæðu
stigi, átti hann dásamlega auð-
velt með að fullnægja þessari
þörf sinni. En með vexti og
viðgangi siðmenningarinnar
höfum við konurnar öðlazt rétt-
indi og, það sem verra er, við
höfum tileinkað okkur ofmat á
mikilvægi okkar. Það er ein-
mitt af þessari ástæðu, að þeir
búast við svo miklu af okkur.
Við höfum sannfært karlmenn-
inu um, að við séum eitthvert
algerlega sérstakt fyrirbrigði,
nokkurs konar gyðjukyn i maga-
beltum, og þeir vilja, að við
köfnum ekki undir eigin áróðri.
Eitt af því, sem mér geðjast
bezt að i fari karlmanna, er
löngun þeirra til þess að leika
samkvæmt settum reglum, að
sýna sanngirni. Karlmaðurinn
vill jafnvel helzt vera sann-
gjarn gagnvart óvinum sinum,
en konan sér enga nauðsyn á
slíku, Hún getur verið ofboðs-
lega trú og dygg þeim, sem hún
elskar, og algerlega miskunnar-
laus gagnvart þeir.i, sem hún
elskar ekki. Þegar þetta er tekið
til athugunar, er það furðulegt,
að konur hafa það orð á sér, að
þær séu meira næmgeðja en
karlmenn. Þetta er goðsögn, sem
konur hafa alið á um aldaraðir,
og hafa þær jafnframt gefið það
í skyn, að i samanburði við þær
sjálfar, séu karlmenn óþjálir,
klúrir, grófir og tilfinningasljóir
ruddar. Væri þetta rétt, væri
það heldur ekki eitt versta kvíða-
efni karlmannsins, að einhvern-
tíma muni einhverri konu tak-
ast það á einhvern hátt að liafa
hann að fífli, ef hann er ekki
vel á verði. Það er þess veg'na,
að riddaramennskan er nú á far-
alds fæti.
Það, sem konur óttast mest
og hafa mest ógeð á í fari
manna sinna, er ævintýraþrá
þeirra, sem auðvelt er að vekja