Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 165
HALLÓ, ÁSTIN MÍN!
171
rétt Alecs vegna uppfinningar
þessarar.
Alec varð að viðurkenna, að
hann var ekki alls kostar frjáls
í þessum efnuin. Hann gat ekki
sótt um einkaleyfi í Bandaríkj-
unum.
„Hvers vegna ekki?“ spurði
Hubbard undrandi á svip.
Alec. skýrði ástæðuna fyrir
honum vandræðalegur á svip.
í síðastliðnum septembermán-
uði, þegar hann hafði átt við
ofboðslega fjárhagsörðugleika að
etja, hafði hann heimsótt ætt-
ingja sína í Kanada.
Meðan hann var þar, hafði
hann haldið á fund vinar föður
sins, hr. George Brown, sem
var þingmaður í kanadiska þing-
inu, og sagt honum frá hinni
nýju uppfinningu sinni, talsima-
tækinu, og spurt hann, hvort
hann vildi styrkja sig fjárhags-
lega, svo að hann gæti haldið
tilraunum sínum áfram. George
Brown og Gordon bróðir hans
höfðu báðir haft áhuga á þessu
máli, og þeir höfðu samþykkt
að greiða lionum 50 dollara á
mónuði í næstu sex mánuði, en
þess í stað áttu þeir að eignast
að liálfu einkaleyfi utan Banda-
ríkjanna á öllum uppfinningum
hans. Greiðslur þeirra skyldu
hefjast, strax og búið væri að
tryggja honmn einkaleyfi i
Bretlandi.
„Og þess vegna má ég ekki
sækja fyrst um einkaleyf i Wash-
ington,“ sagði Alec að lokum,
„því að þá verða brezku einka-
leyfin ógild.“
„Og hver á að afla þessara
brezku einkaleyfa?“ spurði hr.
Hubbard þurrlega.
Alec roðnaði. „Herra Brown
bauðst til þess að sjá um það
sjálfur. Hann fer bráðum til
London.“
Herra Hubbard hræddist það,
að Alec væri í þann veginn að
afsala sér öllum erlendum einka-
leyfum að hálfu fyrir aðeins
300 dollara, sem voru enn ó-
greiddir. Og því reyndi hann að
leiða honum þetta fyrir sjónir,
án þess að særa hann. „Iíæri
herra Bell,“ sagði hann. „Þér
ættuð auðvitað að undirbúa
strax umsókn yðar um einka-
leyfi í Washington. Sjóið þér
ekki, að þér hafið ekkert grætt
á því að biðja vini föður yðar
um hjálp? Þér eruð ekki eyrin-
um rikari þrátt fyrir þessa til-
raun.“
Alec kinkaði kolli leiður á
svip. ,,Ég játa, að ég hef komið
mér í klípu. En ég hef gefið
loforð mitt, og ég' mun ekki
sækja um bandarísk einkaleyfi,
fyrr en ég hef fengið fréttir
um fraingang málsins i London.“
Herra Hubbard andvarpaði.
Hann þekkti Alec nógu vel til