Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 109
ÓGLEYMANLEG1JR MAfíl’R
115
synjum, heldur skyldi hún lílca
koma Jjeim til mennta, fremur
en þá var enn títt um alþýðu-
börn. Um mörg undanfarin ár
hafði hún orðið að vinna fyrir
heimilinu að miklu leyti, með
þvi sem til féll í sjávarplássi
og kvenmaður gat talizt geta
unnið. Það voru þvi kannski
ekki ýkjamikil viðbrigði, þótt
eiginmaðurinn væri horfinn út
og suður. Enn var hún á þeim
aldri, að hún var ekki farin
að missa móð; átti þó fátt í
fimmtugt. .Börnin hennar voru
henni það yndi, sú fyiling lifs-
ins, sem ekkert annað hefði
getað orðið i jafnríkum mæli.
Þau voru framtíðin. Fyrir þau
skyldi lifað, á meðan þau þyrftu
þess með; engin hætta væri á
öðru en að þau myndu endur-
gjalda henni það í fyllingu tím-
ans. — Og Guðrún Jónsdóttir
neytti handa sinna, lagði nótt
við dag, sá með hverjum degi
ávöxt iðju sinnar og var óefað
hamingjusöm kona, mitt i striti
sinu og önn. Ég efast um, að
þrátt fyrir allt erfiði og máski
nokkrar áhyggjur daglegs lifs,
hafi hún horft með kvíða fram
á veginn eða látíð erfiðleikana
vaxa sér í augum. Takmarkið
— umhyggjan fyrir börnunum
__ það var henni eitt og allt.
Og börnin unnu Hka, eftir því
sem kostur var, og reyndust
lienni svo vel sem þau gátu.
Ég þykist vita, að á þessum árum
bafi Guðrún orðið að taka hverju
því starfi sem henni bauðst,
jafnvel þótt það væru verk, sem
karlmönnum eru einum ætluð
nú á dögum. En einnig veit ég,
að liún gat í og með starfað
við það, sem hugur hennar og
hæfileikar sömdust betur að,
eins og t. d. saumaskap, og um
þessar mundir féll í hlut hennar
að vinna að því verki, sem hún
átti eftir að minnast með ó-
blandinni gleði — og' nokkrum
söknuði — það sem hún átti
ólifað, en það var garðrækt.
Svo vildi til, að á þessum árum
lagði frú Schiöth frumdrögin
að gróðurreit þeim í höfuðstað
Norðurlands, sem nú er víð-
kunnur undir nafninu Lysti-
garður Akureyrar. Guðrún Jóns-
dóttir taldi það lán sitt og var
stolt af því, að hafa verið í
liópi þeirra kvenna, sem ásamt
frú Schiöth gróðursettu þar
fyrstu trén og lögðu þar fræ í
mold. Árum saman vann hún við
þennan garð, eða unz hún flutt-
ist frá Akureyri alfarin suður.
í elli sinni heyrði hún fátt gleði-
legra en það, að Lystigarður-
inn væri orðinn sem skógur há-
vaxinna trjáa. Þetta fékk hún
aldrei tækifæri til að líta eigin
augum. En máski gladdi það
hana hvað mest, að i vexti þessa