Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 169
HALLÓ, ÁSTIN MÍN!
175
gráta. „Ef.. . ef þú elskar ...
mig ekki nægilega mikið .. . til
þess ... að gera þetta . . . fyrir
mig...“ stundi hún upp á milli
gráthviðanna . . . „þá ætla .. .
ætla . .. ég ... ég bara alls ekki
að giftast þér!“
Lestin var að aka inn á stöð-
ina. Og það var þungbúinn
Skoti, sem greip töskuna, stakk
miðanum í vasann og steig upp
í hana.
En þegar til Philadelphiu var
komið, tókst honum með hjálp
auglýsinga- og' söluhæfileika
sinna að draga athygli sýning-
argesta að því nýja undratæki,
sem talsíminn var. Og' Sir Willi-
am Thompson, einn af dómend-
um um hina vísindalegu sýn-
ingarmuni, talaði fyrir munn
alira, er hann kvað upp þennan
dóm:
„Herrar mínir, þetta er sá
dásamlegasti hlutur, sem ég lief
séð í allri Ameríku."
„£G HEF GLATAfí TAL-
SÍMANVM!"
En Mabel uppgötvaði, að á
einu sviði hafði hún engin á-
hrif á Alec. Hún gat ekki breytt
hinum furðulegu starfsvenjum
lians.
Honum þótti gott að vinna
seint á kvöldin og fram á nótt-
ina. Oft vann hann allt til dög-
unar, dró af svefntíma sínum
eða bætti sér hann upp með þvi
að sofa langt fram á næsta dag.
Margir kunningjar hans og vinir
reyndu að fá hann til þess að
taka upp skynsamiegri starfs-
venjur. Þegar Mabel reyndi að
draga úr næturvinnu lians,
henti hún góðlátlega gaman að
honum með því að bjóðast til
þess að mála andlitsmynd af
honum. Hún átti að hanga uppi
í rannsóknarstofunni, en þegar
myndin barst honiini í hendur,
reyndist hún vera af uglu í
fullri stærð. Alec reyndi að
betrumbæta sig til þess að gera
henni til hæfis, en brátt varð
hann að viðurkenna, að honum
hefði mistekizt það.
„Ég get bara ekki hugsað á
daginn,“ játaði hann aumur á
svip. „Ég hef verið að reyna
að framkvæma alla vinnu mína
að degi til, en slíkt brýtur svo
algerlega bág við allt mitt eðli,
að ég get þá alls ekki hugsað
hugsun af viti! Ég held, að eigi
mér að takast að leysa nokkuð
af hendi, verði ég að hefja næt-
urvinnu að nýju.“
Mabel virti fyrir sér tekið
andlit hans og örvæntingar-
svipinn, er á þvi hvíldi, og varð
að viðurkenna, að þetta var rétt.
Hann tók þvi aftur til við næt-
urvinnu sina og einbeitti sér
aðallega að því að endurbæta
talsímatækið. Þegar þau Mabel