Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 148
154
Ú R V A L
fram sem vitni frammi fyrir
fylkisþinginu. Það er átakan
legt en satt, að þá gerði Massa-
chusettsfylki ekkert fyrir heyrn-
arlaus börn fylkisins, lieldur
sendi þau bara yfir í Gonnect-
icutfylki, þegar þau voru orð-
in tíu ára og álitin nógu gömul
til þes að verða send á hæli
þar. En nú var loks ákveðið
að semja lög um stofnun skóla
fyrir heyrnarlausa. Hr. Hubbard
var ákveðinn i að reyna að
koma þvi til leiðar, að þar yrði
kenndur varalestur jafnt og
fingramál. Sú hugmynd mætti
megnri mótstöðu, en sem lög-
fræðingur vissi hann, hversu
geysilega þýðingu það getur
haft, að koma öllum að óvörum,
er koma skal einhverju í fram-
kvæmd. Hann kom því á nefnd-
arfund með þær Mary True og
Mabel.
Hugmynd þesi átti sér bæði
sina stuðningsmenn og andstæð-
inga þar á fundinum, og dróst
fundurinn þvi mjög á langinn,
þar eð hugmynd þessi vakti þar
megnar deilur. Mary True var
beðin að ávarpa fundinn og
skýra frá reynslu sinni. Hún
skýrði frá því, hvernig henni
hefði tekizt að kenna Mabel
Hubbard, þótt hún hefði aldrei
kennt heyrnarlausu barni fyrr.
örð hennar virtust hafa áhrif
á nefndina, en séra Collins Stone
frá liælinu i Hartford i Connect-
icut tók svo næstur til máls,
en hann hafði einmitt verið
mótfallinn öllum tilraunum til
þess að kenna heyrnarlausum
varalestur.
„Jafnvel þótt um einhverjar
framfarir í talgetu heyrnarlausra
barna yrði að ræða með notkun
slíkrar aðferðar/* sagði hann
með miklum sannfæringarkrafti,
„þá svarar slíkt alls ekki kostn-
aði. Hugmyndir herra Hubbards
stríða gegn öllu því, sem reynsl-
an hefur kennt okkur.“
„Einmitt,“ samþykkti séra
John Keep, þegar hann lauk
sinni löngu ræðu. Hann var
einnig frá Hartford. „Það er
mögulegt að fá heyrnarlaus
börn til þess að segja nokkur
orð. En......„og nú bandaði
hann hendinni i áttina til fund-
armanna orðum sinum til árétt-
ingar, ,,þuð mun samt rikja
myrkur í hugum heyrnarlausra
barna, jafnvel þótt þeim takist
að ná nokkurri talleikni!" Þeg-
ar hann settist, mátti greina, að
margir nefndarmanna voru
þessu samþykkir, og virtist hann
þvi í hæsta máta ánægður.
„Jæja, herra Hubbard,“ sagði
nefndarformaðurinn, „kærið þér
yður um að reyna að lirekja
skoðanir herra Keeps?“
„Já, það geri ég vissulega.“
svaraði Gardiner Hubbard. „Ég