Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 110
116
ÚR VAL
norðlenzka lundar sá þó handa-
verka hennar stað; hann var síð-
ur i'orgengilegur en svo margt
af því, sem hún hafði unnið að
á langri ævi.
Dótturina kostaði hún til náms
í tungumálum og handavinnu.
Sonurinn gekk í gagnfræðaskól-
ann og reyndist ágætur náms-
maSur. Það var löngun hans
að komast utan og læra raf-
magnsfræði, og að loknu gagn-
fræðanáminu brauzt liann í því
að komast til Noregs og leggja
stund á það nám; settist að í
Stafangri. Það mun hafa verið
i striðsbyrjun. En áfram hélt
Guðrún að vinna og styrkja
hann til námsins. Ómegðin var
að vísu minni en fyrr og dóttir
hennar farin að láta hendur
standa fram úr ermum við það
sem til féll; samt þýddi ekki
að slaka á svo neinu nam.
Heimsstyrjöldin fyrri skall á,
en hafði litil álirif á daglegt
lif fólks hér úti við yzta haf.
Árið 1916 eða ’17 flytjast þær
mæðgur til Reykjavíkur og setj-
ast hér að. Svo líður timinn,
og' upp rennur árið 1918, það
furðulega ár, sem færði íslandi
i senn fullveldi, hafis, eldgos
og drepsótt. Úti i Noregi var
Guðmann Elias Benediktsson að
ljúka námi sínu og bjó sig undir
heimför. Hann skrifar móður
sinni bréf, sem átti að verða
síðasta bréfið — og varð það
líka. í þvi bréfi segir hann eitt-
hvað á þá leið, að nú geti hún
senn farið að hvíla sig eftir
sitt langa og stranga erfiði; nú
sé hann að koma heim; nú inuni
hann sjá fyrir henni og launa
henni allt, sem hún hafi fyrir
sig gert. . . Það var vonglaður
hugur, þakklátur sonur, sem
sendi þessa kveðju heim til ís-
lands. En svo kom annað bréf.
Nokkrum döguin eftir komu
þessa síðara bréfs mælti dóttir-
in við móður sína: Ætlarðu
aldrei að hætta að gráta, mamma
mín? Þú átt þó mig eftir!
Guðmann Elías Benediktsson
varð Spönsku veikinni að bráð.
Lik hans var grafið í Stafangri.
Hann kom ekki heim aftur.
Eftir voru aðeins fáeinar ljós-
myndir, ástsamleg sendibréf ■—
og minningin, óendanlega ljúf,
óendanlega sár. Guðrún Jóns-
dóttir hafði að sínu leyti beðið
ósigur i styrjöld og misst stór-
an hluta af því, sem hún átti.
Sá sem barn að aldri heyrði
hana lesa kvæðið „Gamla konan“
eftir Guðmund skólaskáld, komst
ekki hjá þvi að skynja glöggt
tilfinningar hennar sjálfrar frá
haustdögum ársins 1918: En
það djúpa dauða-rökkur ...
En sagan er ekki öll sögð
enn. Ég staldra við, og i liuga