Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 130
13G
ÚRVAL
þeim tíu þúsundum, sem hófu
hlaupið, voru aðeins 72, sem
luku því. Hinir allir helltust
úr iestinni, flestir vegna hríðar-
veðurs, biturs kulda og hrjóst-
ugra svella. Að lokasprettinum
ruddust svo margir áhorfendur,
til þess að sjá Júliönu drottn-
ingu á stuttu færi, að ísinn tók
að brotna undan þunga þeirra.
Drottningin forðaði slysum, með
þvi að hörfa upp á bakkann.
A eftir snjónum fylgdi svo
Idákan og með henni ógnir flóð-
anna og skriðuhlaupanna. Á
þorp nokkurt, á hinum bros-
andi Sorrentoskaga á ítaliu,
hljóp skriða af aur og grjóti,
eins og kyrkislanga, umkringdi
liúsin, lyfti þeim af grunni og
sópaði þeim niður fjallshliðina.
Á Spáni voru þessar hamfarir
jafnvel enn ægiiegri. í Punte
Gemil hreif Gemil-áin með sér
höfuðprýði horgarinnar, hina
miklu járnbrú, gleypti helm-
inginn af niðursuðuiðnaðinum,
reif upp tré i aldingörðunum
og lyfti þökum af húsunum. í
Utrera i Sevillahéraði æddu
meira en mannhæðarháar flóð-
öldur um göturnar og sópuðu
burt gangstéttum og steinlagn-
ingum. Þær rifu járnhurðina
frá Salesianháskóla, brutust
gegnum þakið og eyðilögðu
bókasafn með 15000 fornum bók-
uin.
Að náttúrufegurð tók veturinn
fram hinni glæsilegustu haust-
eða vorfeg'urð, er hann breytti
skógunum i bina furðulegustu
veröld úr gleri. Strendur Norð-
ursjávarins urðu að nýju furðu-
verki veraldarinnar, er öldurnar
frusu í hinar ótrúlegustu kynja-
myndir. Fólk streymdi þangað
þúsundum saman, eins og á
listasafn.
Enginn, sem varð vitni að
stórkostlegum kynjafyrirbærum
hans eða varð þátttakandi i
ógnum hans og skelfingum, mun
nokkurn tíma geta gleymt þess-
um vetri.
-Akfc?
„Ekki finnst mér, að samskipti Bandarikjanna og Kanada séu
stirð eða jafnvel kuldaleg," sagði Dean Acheson, fyrrv. utan-
ríkisráðherra, núna nýlega. „Nú, begar ég var litill strákur, átti
ég 102 frændur í Toronto, og begar ég fór að heimsækja þá á
sumrin, börðu þeir mig I klessu. Þaö mátti sannarlega kalla stirð
[ og kuldafeg samskipti!"