Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 173
HALLÓ, ÁSTIN MÍN
179
tvær dætur, þær Elsie May og
Marian. Þær voru orðnar tölu-
vert stálpaðar, þegar þær gerðu
sér grein fyrir því, að þær áttu
frægan föður og að nokkuð ó-
venjulegt væri í fari móður
þeirra. Þeim var kennt, að það
væri aðeins þáttur í sjálfsögð-
um kurteisisvenjum, að þær
sneru sér beint að mömmu, á
meðan þær töluðu við hana eða
hún við þær, að þær kölluðu
ekki í hana né svöruðu henni
úr öðru herbergi eða ávörpuðu
hana, án þess að snúa að henni.
Og enginn í fjöiskyldunni minnt-
ist á heyrnarleysi hennar við
þær.
Marian gerði sér ekki grein
fyrir heyrnarleysi móður sinnar,
fyrr en kvöld nokkurt, er hún
var veik og móðir hennar kom
inn í herbergið liennar. Marian
lézt sofa í fyrstu, og er móðir
hennar lagði af stað út úr her-
berginu, kallaðí telpan til henn-
ar. Móðir hennar hélt sína leið
án þess að svara og lokaði hurð-
inni. Telpan varð óttaslegin,
vegna þess að henni fannst, að
móðir hennar hefði brugðizt
sér, og hún æpti æðislega á
eftir móður sinni, þangað til
faðir hennar kom inn og út-
skýrði ástæðuna fyrir henni,
eftir að hafa heyrt frásögn henn-
ar.
Telpunum fannst mjög gaman
að gerast „eyru“ móður sinnar,
er þær stálpuðust. Þær hlustuðu
á raddir í símanum fyrir hana
eða endurtóku samtöl, þegar lnin
gat ekki séð varir þeirra, er
töluðu. En Mahel Bell var orðin
svo leikin í að gleyma þessari
vöntun sinni, að dag einn þegar
Elsie May var að undirbúa
veizlu, sem hún ætlaði að halda,
en þá var hún orðin unglings-
stúlka, spurði hún móður sína,
hvar bezt væri að hafa hljóm-
sveitina, sem leika átti undir
dansinúm.
Mabel skellihló. „Finnst þér
ekki skrýtið, að þú skulir spyrja
mitj þessarar spurningar? Þú
veizt, að ég heyri ekki neinn
tón.“
Bellhjónin bjuggu í Washing-
tonborg, en áttu sumarhús á
Cape Bretoneyju í Nova Scotia-
fylki i Kanada. Þau ferðuðust
oft til útlanda. Þau áttu geysi-
fjölmennan og góðan vinahóp,
sem dróst að þeim eigi síður
vegna töfra Mabel og hjarta-
hlýju en vegna snilli húsbónd-
ans. Er árin liðu, fjölgaði sí-
fellt uppfinningum jjeim, sem
Alec vann að og fullkomnaði.
Má þar nefna endurbætur á tal-
símanum, frumgerð að járn-
lunga, tilraunir á sviði útvarps,
flugs og endurbætur á „hydro-
foil“-tækjum til þess að knýja
hraðbáta áfram. Áhugi Mabel var