Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 49
SKILNINGARVITIN ERU FLEIRI EN FIMM
55
lega hluti eins og' rafsegul-
magn, radarbylgjur, innrauða
geisla og aldeyfiorku (inertial
forces).
Að því er líffræðingar segja,
er líkamlegt eðli mannsins
sameiginlegt öllum lífverum.
Mannlegar verur búa ýfir mögu-
leika til allra sömu skynjana
og dýrin. Sé náttúran fær um
aS nota slik öfl sem radar til
að skapa skynfæri hjá dýrun-
uin, ættu þessi öfl einnig að
vera fær um að byggja upp og
þroska okkar eigin hæfileika.
Við vitum þegar, að móttöku-
hæfileiki oklcar er ekki ein-
skorðaður við hin alkunnu
„fimm skilningarvit“. Þau hafa
ytri móttökutæki — augu, eyru,
nef, tungu og húð. En við höf-
um margar fleiri tegundir
móttökuhæfileika, sem hafa
innri móttökutæki. Hér skulu
nefnd nokkur hinna augljós-
ustu:
Hitaskgnið, sem fínnur hita
eða skort á hita, og er bundið
við sérstakar taugafrumur, sem
liggja i mænunni og senda frá
sér langa þræði (taugar) út
í smá örður á húðinni, aðal-
lega um miðbik líkamans. (Sitj-
andinn og bakið eru næmust
fyrir hita).
Þungaskynið, sem gerir okk-
ur fært að meta og laga okkur
eftir þeim þunga, sem við liöld-
um á eða berum. Krikketleik-
arinn lyftir knatttré sínu; golf-
leikarinn reynir kylfu sína.
Þyngdar- eða jafnvaegisskyn-
ið, sem hjálpar okkur til að
meta og laga okkur eftir halla
likamans, til þess að verjast
l'alli. Móttökutækin eru tvö bein-
hólf, sitt fyrir aftan hvort
eyra, sem innihalda kalkkorn.
Við hreyfingar höfuðsins velta
kalkkornin til og rekast á við-
kvæm hár innan á hólfunum,
sem gefa taugakerfinu merki
um, hve langt höfuðið sé kom-
ið frá lóðlínunni.
Nálægðarskynið gerir okkur
aðvart um nálægð fastra hluta,
sem við ekki sjáum og' snerta
okkur ekki. Það er næmt og
dularfullt og mótttökutæki þess
óþekkt. Dæmi um það er hin
svonefnda „andlitssjón“ lijá
blindu fólki, sem gerir því fært
að „skynja“ hluti.
Vöðuaskynið (proprioceptor
sense) segir til um innbyrðis
afstöðu hinna ýmsu likams-
hluta án tillits til jafnvægis
líkamans. Móttökutaugar þess
hríslast um vöðvana eins og
„blómg'reinar“ og' gefa til
kynna, hve mikið þeir hver
um sig togna eða dragast sam-
an, fylgjast með hverri hreyf-
ingu og stöðu líkamshlutanna.
Allt vöðvasamstarf i likamanum
fer fram samkvæmt bendingum