Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 68
74
Ú R V A L
Sveinseyrarvatn í Dýrafirði.
Einnig hefur verið tekið eftir
þessu í Kallundborgfirði í Dan-
raörku, þar sem nú er höfn,
en hefur verið tjörn til forna,
en eyrin sem aðskilur tjörnina
og fjörðinn, er sú sama og Kal-
iundborgar-radíóstöðin er byggð
á. Það sem skeður enn þann
dag i dag, er að álaseiðin fara
yfir eyrina til að komast inn
á höfnina, þó að nú sé ekkert
þvi til hindrunar að fara inn
um hafnarmynnið. Þetta hefur
valdið vísindamönnum miklum
heilabrotum, og eru þeir ekki
sammála um, hvers vegna áll-
inn gerir þetta, hvort um erfða-
venju eða eðlisávísun einhvers
konar sé að ræða! Hvernig vita
álaseiðin, þegar þau skríða á
land, að það er vatn hinum
megin fyrir þau að lifa í?
HÁLL SEM ÁLL
Óhætt mun vera, að sögn vis-
indamanna,-að veiða allan þann
ál, sem tök ei'ii að ná, svo mik-
ið er til af honum og svo kænn
er hann að sleppa frá veiði-
mönnunum. Álaseiðin, sem eru
á stöðugri ferð í Atlantshafinu
á leið til Evrópulanda, eru ó-
þi’jótandi. Aðalveiðitækið er
svokallað álanet, sem er pýra-
mídalaga, með 2 vængjum út
frá opinu. Vængirnir stýra áln-
um inn í fremra rúmið í net-
inu, og er rúmt gat í miðju
netopinu. Þegar állinn fer svo að
synda um í yzta opinu, sem er
trektlaga, finnur hann ekki gat-
ið aftur, en hálf-loltað gat er á
trektarendanum, þar sem hann
kemst inn í innra rúmið, en
þaðan kemst hann aldrei aftur.
Stundum er haft leiðarnet við
veiðarnar, sem liggur beint út
frá opi álanetsins, og á að beina
álnum að netinu, þegar hann
syndir með því. En vegna
kænsku álsins, má þetta leiðar-
net ekki vera of langt, þá get-
ur hann orðið leiður á ferða-
Iaginu nxeð netinu og gi'afið sig
ofan í jörðina undir netið ti!
að komast leiðar sinnar.
Hann er einnig veiddur á
lóðir, en það er gagnslaust að
leggja lóðir fyrir hann, nema
þar sem gróðurlaust er i botni.
Sé gróður á botninum, hring-
ar hann sig um hann og rifur
sig af önglinum. Þess vegna er
álanetið aðallega notað (Áleruse
á dönsku). I þessu sambandi
verður að taka fram, að állinn
ánetjar sig ekki, svo um hreina
netaveiði er ekki að ræða.
Önnur veiðiaðferð er að stinga
hann á veturna, þegar hann legst
í vetrardvala. Þegar haustar að
og minna verður um fæðu, og
tjarnir og vötn frjósa, verður
hann að gæta sín að frjósa ekki
í hel. Þá grefur hann sig það