Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 162
168
ÚR VAL
j
Og Mabel hélt burt. Fjarvera
hennar og gremja lians yfir því
að vera bundinn af hinu leiða
loforði, gerði það að verkum,
að sumarið varð Alec mikill
reynslutími. Hann afbar þessar
kvalir i einn mánuð, en svo
gerði hann uppreisn, eins og
þessar snubbóttu setningar i
dagbók lians bera með sér:
Föstudagur, 23. júlí:
Heimsótti herra og frú
Hubbard. Sag&i þeim, að ég
afbæri þetta ekki lengur, ég
yrði uð segja Mabel, hvað
i huga mér byggi. Hélt, að
hún myndi vita það. Sagð-
ist ætla til Nantucket til þess
að segja henni þetta, nema
þau bönnuðu mér það. Þau
óttuðust, að Mabel brygði ó-
notalega og að hún yrði leið
vegna þessa. Þau vildu, að
hún væri nálægt móður sinni,
er hún frétti þetta: Hún yrði
komin heim 6. ágúst. Sam-
þykkti að bíða.
Fimmtudag, 29. júli.
Einkasamtal við frú Hubb-
ard. Hún sagði, að bréf Ma-
bel gæfu til kynna, að hún
hefði fytlzt barnslegu ógeði
á mér. Henni geðjaðist ekki
að síðhærðum mönnum, sagði
hún. Henni féll betur við
blá augu! Ég veit ekld, hvað
ég á til bragðs að taka. Ég
er mjög vansæll vegna jtessa
. .. stíku ógeði hættir til þess
að verða varanlegt!
Hann var alit of örvænting-
arfullur til þess að hafa það í
huga, að það getur verið góðs
viti, þegar „stúlkan sýnir andúð
i ríkum niæli“. Hann sagði frú
Hubbard, að hann yrði að eyða
tortryggni Mabel i hans garð.
„Ég verð að fara til Nantucket.
Vilji hún ekki tala við mig, sný
ég strax við. Ég vil ekki fara
þangað í laumi, heldur með
fullri vitund ykkar. Þið getið
skrifað lienni og sagt henni, að
hún skuli ekki vera a ð' tala við
mig, ef þið óskið svo.“
Frú Hubbard meðhöndlaði
hinn æsta og' vansæla unga mann
á varfærnislegan liátt. „Herra
Bell, ég held, að ])ér hafið rétt
til þess að gera það, sem þér
álitið bezt,“ sagði hún. „Það
vill nú svo til, að ég veit, að
þér hafið rangt fyrir yður, en
ef yður finnst, að þér liafið rétt
fyrir yður, er bezt, að þér hald-
ið á fund hennar.“
Og Alec liélt því til Nantucket.
En þegar hann knúði dyra i liúsi
Mary Blatcford, frænku Mabel,
vildi liún alls ekki liley]>a hon-
um inn. Hann varð því að halda
burt án þess að hitta Mabel.
Hann sá hana því ekki, fyrr