Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 23
MESTl LANDKÖNNUÐUR í MYRKVIÐI...
29
viðurnefni.
Þegar Stanley kom heim aft-
ur, var hann orðinn heimsfræg-
ur. Hann hélt fyrirlestra viðs
vegar og ritaði mikið. í ritun-
um „Hvernig ég fann Living-
stone“, „Um hið dimma megin-
land“ og „Kongó og stofnun
fríríkis þess“ greinir frá hinum
fjölmörgu ævintýrum, sem hann
rataði i. Samt sem áður var
hann einmana og eirðarlaus, og
árið 1887 var hann enn á leið
til Afríku til þess að gegna þar
margþættu hlutverki.
Súdan, ein milljón fermilna
að stærð, lítt þekkt og ósið-
menntað land sunnan Egypta-
lands, hafði verið undir yfir-
ráðum Breta, þar til uppreisn
var gerð, sem kostaði lif Charles
Georgs Gordons yfirhershöfð-
ingja. Allt virtist glatað Bretum
i Súdan, þar til það uppgötvað-
ist, að einn hinna síðustu liðs-
foringja Gordons, Evrópumaður
með fjölskrúðuga fortíð, Emin
Pasha að nafni, liafði þraukað
sem landsstjóri i Equatoriu,
syðstu nýlendunni. Emin Pasha
hafði einhvern veginn hrifið í-
myndunarafl .Breta heima fyrir,
og Stalney var nú sendur hon-
um til bjargar.
Sú ferð var hin hræðilegasta
af öllum ferðalögum Stanleys.
Leiðin til Emins lá i gegnum
hinn mikla frumskóg i Kongó,
sem er svo þéttur, að sólargeisl-
arnir ná ekki niður á milli
trjánna. Margir manna Stanleys
létu lífið., en sjálfur þjáðist hann
sí og æ af tærandi magakvill-
um, og sendiför hans heppnað-
ist ekki fyllilega. Loks er Emin
fannst, féllst hann á það með
töluverðum mótþróa og óvilja
að láta leysa sig frá störfum.
En Stanley hafði aftur á móti
opnað augu hvitu mannanna fyr-
ir óþekktu landssvæði.
Þegar Stanley sneri aftur
heim til Englands, var hann
dáður takmarkalaust. Honum
vannst einnig tími til þess að
endurnýja forna, langæja vin-
áttu við ungfrú Dorothy Tenn-
ant, fagra og gáfaða konu, er
var 36 ára að aldri. Þau voru
síðan gefin saman i Westminster
Abbey í júlí árið 1890, en þá var
Stanley 49 ára gamall. Svo mátt-
farinn var liann enn þá af völd-
um mýrarköldu og magabólgu,
að hann neyddist til þes að
sitja undir hluta af athöfninni.
Eftir góða hvíld víðs vegar
í Evrópu var Stanley orðinn
nógu hress til þess að fara í
fyrirlestrarferð um Bandaríkin
og síðar um Bretlandseyjar,
Ástraliu, Nýja-Sjáland og Tas-
maníu. Alltaf fjallaði efni fyrir-
lestranna um Afríku, hugur hans
leitaði stöðugt þangað, svo að
kona hans var dauðhrædd um,