Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 32
38
ÚR YAL
ekki ætlað fuglunum tónhrifni
í okkar skilningi. En þó er
ýmislegt, sem bendir til þess,
að þar sé svipað um fugla og
menn, þar eð viðbrögð þeirra
gagnvart tónlist virðast svipuð
og okkar. Það heí'ur til dæmis
verið reynt, að svartþröstur
varð fyrir sterkum áhrifuin þeg-
ar leikið var fyrir hann lag í
A-dúr og D-dúr, en þó var það
merkilegast, að hann tók undir
í réttri tóntegund og hrynjandi.
Annars geta ýmsir fuglar lært
að Iikja eftir tóníist manna, sé
hún ekki of flólcin, og þeir geta
meira að segja sungið lög, sem
þeir hafa lært, í breyttri tón-
tegund. Byrji maður lag, sem
fuglinn kann, á of lágum tón
til þess að hann geti tekið und-
ir, byrjar hann á hærri tón og
heldur laginu þannig áfram.
Það er sagt, að ef maður blístri
tón, sem lætur hjáróma við
söng næturgalans, liætti hann að
syngja sem snöggvast, en þegar
hann upphefur söng sinn aftur,
er það i sömu tóntegund og
blístrað var. Til þess arna þarf
að minnsta kosti vissa tóngefni,
einnig í mannlegum skilningi,
en þó skal enn framtekið, að
við vitum ekki neitt um það,
á hvern hátt söngurinn snertir
fuglinn sjálfan. Enn rennir það
og stoðum undir þá kenningu,
að fuglar séu í raun og veru
tóngefnir, að margir þeirra líkja
eftir röddum annarra fugla af
miklu kappi, og er þó ekki' vit-
að, að þar geti verið um neinn
annan tilgang að ræða en að
hafa sjálíur gaman af. Starinn
er alkunn hermikráka. Sjálfur
hefur hann ekki söngrödd að
ráði, en hann fléttar inn i sinn
eigin söng tónhendingum úr söng
annarra fuglategunda, sem hann
nær af frábærri hermisnilli.
Hann getur líka rekið upp
skræki eins og vepjan og' uglan,
gaggað eins og hæna, rabbað
eins og önd og hermt eftir eim-
blístru járnbrautalesta, til dæm-
is merkin um að lestin sé að
leggja af stað. Þessi sérgáfa star-
ans varð einu sinni til þess, að
skjóta varð sérstakan snilling
af því kyni, sem hafði hreiður
sitt í grennd við járnbrautar-
stöð — starfsmennirnir gátu
nefnilega ekki þekkt sundur
hermirödd hans og hljóðmerki
eiinblístrunnar.
Margir álíta, að söngfuglarnir
séu fæddir með þessum söng-
hæfileikum. En svo er ekki.Marg-
ar af þcssuin fuglategundum
verða að læra söng sinn. Söng-
urinn er með öðrum orðum
viðtekinn arfur innan vissra
fuglategunda, enda þótt sérhver
tegund eigi auðveldast með að
læra þann söng, sem þróast lief-
ur og þroskast, kynslóð eftir kyn-