Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 171
HALLÓ, ÁSTIN MÍN!
177
Boston, enda myndi máliS tap-
ast, nema hinn rétti nppfinn-
ingamaður kæmi fram og bæri
vitni.
Bell fannst allt þetta mál vera
svo ógeðfellt, að lieilsu hans tók
að hraka og hann veiktist. Hann
kærði sig ekki um að fást við
kaupsýslu, ef hún skyldi rekin
á þennan hátt. Western Union
mátti þá eiga talsimann. Hann
ætlaði þá að fara heim til for-
eldra sinna í Ontarío i Kanada
og útvega sér einhvers staðar
kennslustarf þar i landi.
„Ég fer ekki heim til Boston,“
sagði hann í svarskeyti sínu til
Hubbards. „Ég ætla til Quebec.“
Svo sneri hann sér að Mabel
og sagði: „Ég er búinn að glata
talsímanum mínum.“
En hann hafði ekki tekið þrá-
kelkni Hubbards til greina, ekki
heldur aðild Thomasar Watson
og, síðast en ekki sízt, hafði
hann ekki hugsað til mögulegr-
ar afstöðu hinnar hagsýnu, ungu
eiginkonu sinnar. Hvað svo sem
Mabel hugsaði um þá ætlun Al-
ecs, að varpa frá sér árangr-
inum af öllum vísindastörfum
sínum, árangri margra ára strits,
og helga sig kennslu einni það
sem eftir væri ævinnar, þá
gerði hún samt enga tilraun til
þess að telja lionum hughvarf.
Hún vissi, hvenær best væri
að þegja, og hún vissi, að Que-
bec. var líka miklu nær Boston
en London var. Og í Boston voru
hinir ágætu einkaleyfalögfræð-
ingar, sem faðir hennar hafði
ráðið.
En þegar þau lögðust að
bryggju í Quebec, iétti henni
mjög, er hún kom auga á Tom
Watson, er beið þeirra þar.
Hr. Hubbard, lir. Sanders og
Tom Watson, sem nú átti tíund.i
hluta í einkaleyfum Bells, höfðu
haldið fund með lögfræðingun-
um, eftir að þeir móttóku svar-
skeyti Aiecs. Lögfræðingarnir
sögðu þeim, að of seint myndi
reynast að bjarga málunum við,
nema þeim tækist að koma hr.
Bell tafarlaust til Boston. Ann-
ars myndi hann glata öllum rétti
sínum, þar eð hann yrði þá
ekki álitinn kæra sig um að
verja hann.
Eina ráðið til þess að koma
Alec Bell til Boston var að sækja
hann tii Quebec, og lir. Hubbard
sag'ði ákveðinn í bragði, að Tom
Watson væri rétti maðurinn til
slíks.
Thomas Watson vissi því,
hvað til sins friðar heyrði. Al-
ec var glaður yfir að sjá að-
stoðarmann sinn, en samt var
hann ails ekki samvinnuþýður
við hann. „Ég er orðinn hund-
óánægður með allar þessar tal-
símafélagsflækjur,“ sagði hann.
„Ég ætla ekki að koma nálægt