Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 139
Kanyama Chiume, hinn nýi
menntamálaráðherra Nyasalands í
Afiríku, sagði nýlega: „Áður en við
fengum stjórnina í okkar hend-
ur, kenndu Þeir krökkunum hérna,
að Livingstone hefði uppgötvað
Nyasaland. Hvilík vitleysa! Það
vorum við sem uppgötvuðum Liv-
ingstone!“
Frambjóðandi einn i kosning-
um í Zansibar, af Parsaættum
og ljós yfirlitum, sagði við hina
dökku áheyrendur sína: „Það get-
ur verið, að húð mín sé hvit, en
hjarta mitt er samt svart sem
ykkar!“
Þegar maður situr við morgun-
verðarborðið með dagblaðið í
höndunum og lítur út um glugg-
ann og sér fuglinn vera að elta
orminn, köttinn elta fuglinn og
hundinn elta köttinn, á maður
auðveldara með að skilja frétt-
irnar í blaðinu.
Bill Vaughan.
Skilgreining á eiginleikanum
„auðmýkt": Það er sá hæfileiki
að geta látizt verða skömmustu-
145
legur, þegar fólk segir manni,
hversu dásamlegur maður sé.“
Aðvörunarspjald í bankaglugga:
AFLIÐ YÐUR JÓLALÁNSFJÁR í
TlMA.
Rafmagnsheilaviðgerðamaðurinn
við forstjórann: „Ég hef fundið
orsökina fyrir minnkandi afköst-
um hjá yður. Stóri rafmagns-
heilinn notar hvert tækifæri til
Þess að koma allri vinnunni á
litla rafmagnsheilann."
Eitt Það. bezta við að tala við
sjálfan sig er Það, að maður veit
Þó alltaf, hver fær að hafa síð-
asta orðið.
Gamla fólkið trúir öllu ... mið-
aldra fólkið tortryggir allt . . ,og
unga fólkið veit allt.
Á meðan ég beið fyrir utan
benzín- og viðgerðarstöð eina,
Þar sem verið var að smyrja bíl-
inn minn, kom ægifögur, Ijóshærð
stúlka akandi 1 opnum bíl upp
að benzíndælunum. Fjórir starfs-
menn Þutu strax að bíl hennar.
Fimmti starfsmaðurinn hreyfði
sig ekki, fylgdist bara brosandi
með Þessu. Þetta var hávaxinn,
myndarlegur maður. Ég spurði
hann Þess vegna: „Og ætlar þú
ekki líka að fara á stúfana til
Þess að athuga eitthvað?“
„O, ég Þarf Þess ekki,“ svaraði
hann brosandi. „Sko ég er maður-
hennar.“
Joe Ryan.