Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 37
NÝJAR FURÐUVÉLAR
43
rauðum geislum, og efnafræði-
lega gerðu nefi, er finnur
minnsta brunaþef. Verði haun
bruna var, þar sem hann stendur
vörð, eins og til dæmis í verk-
smiðju að nóttu til, sendir hann
frá sér viðvörunarmerki, og eins
getur hann sett sjálfvirk slökkvi-
tæki i gang.
Ertu tónlistarunnandi? Þá get-
ur rafeindaheilinn aukið þér
ánægju, einnig á því sviði, ])eg-
ar ár líða fram. Dr. Albert Seay,
prófessor í tónlist við háskólann
í Colorado, segir að öll líkindi
séu til að gervi-tónskáldin geti
útrýmt hinum mennsku tónlist-
arsnillingum, hvað samningu
tónverka snertir. „Með þvi að
láta rafeindaheilana sjá uni að
semja tónverkin og stjórna flutn-
ingi þeirra,“ segir hann, „mætti
útiloka þar allan mannlegan
skeikulleika og ónákvæmni.“
Rafeindaheilarnir geta líka
málað myndir. Raymond X.
Auger, rafeindatenginga-sérfræð-
ingur, liefur smíðað einn slík-
an gervimálara. Upphaflega var
þeim gervimálara einkum ætlað
að gera myndir, sem sérstaka
nákvæmni þurfti við, en ein-
hvernveginn tókst það ekki sem
skyldi, og þess i stað tók hann
að mála af list. Nokkur af mál-
verkum hans Jtafa þegar verið
keypt á lráu verði af myndlist-
arunnendum.
Ekki er samt laust við að
Francis M. Plumb, sem ritar
fyrir blaðaútgáfu Scripps-How-
ard, líti á þessa gervimálara og
gervitónskáld með noklturri van-
þóknun. „Það er sennilegt, að
rafeindalieilar geti samið dægur-
lög,“ segir liann. „Einnig ættu
þeir að geta samið textana. í
þessum nýtízku dægurlögum er
yfirleitt ekki nema um þrjá eða
fjóra heiltóna og hálftóna að
ræða, og hvað textana snertir,
eru það yfirleitt 29 sömu orðin,
og ]ió heldur færri en fleiri.“
„En innan blaðamennskunnar
ætti rafeindaheilinn aftur á móti
að geta komið í mjög góðar
þarfir. Hann gæti meira að segja
reynzt hverjum venjulegum
blaðamanni stórhættulegur, því
að hann ætti að geta samið
nokkurnveginn skammlaust að
minnsta kosti niu af hverjum
þeim tíu fréttum og frásögnum,
sem birtast daglega í blöðunum.“
Plumb segir, að þegar árið
1930 hafi cinn af undirritstjór-
um þeim, sem hann starfaði
með, haft á prjónunum sjálf-
virka ritvél, sem annast gæti
allt blaðaefni frá morðfrásögn-
um til dánartilkynninga og aug-
lýsinga um týnda hunda, upp á
eigin spýtur.
Banki nokkur i Houston í
Texas hefur losað viðskipta-
fyrirtæki sín við allt það um-