Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 111
ÓGLF.YMANLEGVR MAÐUfí
117
mínum vaknar þessi spurning:
Ilvenær á lífsleið sinni, svo í
blíðu sem striðu, reis Guðrún
Jónsdóttir hæst? Ilvenær varð
manndómur hennar stærstur?
Hvenær horfðist hún átakanleg-
ast í augu liins ókunna af hvað
mestri festu og óbuguðustu
þreki? Var það þegar hún hætti
að gráta, eftir að bréfið barst
um lát sonarins? Nei, ekki þá.
Hún hélt að vísu áfram lífi sinu
i annriki og af ást til þess barns-
ins, sem eftir lifði, dótturinnar.
En hetjulund sina, atorku, kjark
og ástúð i senn átti liún eftir
að sýna stórum betur.
Ég set mér liana fyrir sjónir
nokkrum árum eftir sonarmiss-
inn. Þá er hún orðin 62 ára
gömul, og sorgin hefur markað
liana. Hár hennar er allmjög
tekið að grána, máttur handanna
að þverra, áratuga strit og þreyta
búin að valda varanlegri ör-
orku; sú kona, sem áður hafði
þótt bera höfuðið liátt, næsta
höfðingleg i fasi, var tekin að
haltra þegar hún gekk. Læknar
áttu til fræðilega skýringu á
þessu: ofur eðlilega gikt og slit
gamallar konu. En sjálf gaf hún
aðra skýringu jafnframt, og
inér er ekki örgrannt um, að
sú skýring hafi verið alveg'
eins sönn: líkaminn brást við
sorginni með þessum hætti. Þvi
nú átti hún ekki aðeins á bak
að sjá syni sínum i fjarlægu
landi, heldur dótturinni líka.
í júlílok 1925 lézt Elísabet Jó-
nína úr bráðaberklum, og reynd-
ar úr hjartasorg ekki siður, að-
eins 24 ára gömul. Vonin um
umhyggju barna sinna á elli-
árunum var nú orðin Guðrúnu
Jónsdóttur að beizkum, kald-
ranalegum harmi, ógæfu, örlög-
um eins og þau geta orðið einna
verst. Til hvers hafði verið bar-
izt? Hvar var réttlæti guðs? Og
— hvað gat nú verið framund-
an?
En einmitt þennan vetur, 1925
—‘26, á Guðrún Jónsdóttir þó-
nokkuð framundan. Og i þvi,
sem hún þarna tekst á hendur,
tel ég hana hafa risið liæst.
Aldurinn, þreytan og sorgin
gátu bugað líkama hennar, en
aiullegt þrek gátu þau ekki bug-
að. Það tjóar lítið að vera með
heimspekilegar vangaveltur yfir
því, að tilvcran leggi mönnum
aldrei þyngri ok á herðar en
þeir geti borið; en svo mikið
er víst, að Guðrún bar sitt ok,
lyfti sínum grettistökum, færð-
ist í fang við næstum ofurefli
— og stóðst þá raun með prýði.
Þegar hér er komið sögu eru
orðin enn ein stórfelldu þátta-
skilin í lifi hennar. Hún hefur
misst bæði börnin sín, en stend-
ur þó ekki með öllu ein uppi.
Lífið hefur fært henni i fang