Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 153
HALLÓ, ÁSTIN MÍN!
15!)
...sko hérna og þarna... þá
segir hann ga-ga-ga!“
Melville eldri bróðir hans
lie.vrði hljóðið og lagðist strax
niður við hlið Alecs og tók
að þrýsta á skolta seppa og
hlusta á víxi. Þegar þeir höfðu
hamazt á skoltum seppa í heilan
dag, tókst þeim að fá hann til
þess að framleiða runu af hljóð-
um, sem liljómuðu eittlivað á
þessa leið (ef maður beitti í-
myndunarafii sínu), „Hva er
amma hín?“ Frægð þessa tungu-
lipra hunds á heimili Bellfjöl-
skyldunnar breiddist út eins
og eldur i sinu. Og hið einkenni-
lega var, að það var sem hund-
urinn hefði gaman af þessum
tilraunum.
Þegar Alec var orðinn 16 ára
gamall, fékk hann starf við
Weston House-skólann í Elgin
í Skotlandi, og þar skyldi hann
kenna bæði mælskulist, söng og
liljóðfæraslátt. Brátt fór hann
svo til Lundúna og tók að kenna
þar við heyrnarleysingjaskóla.
Jefnframt því sótti hann tíma
við Lundúnaháskóla, öðru hvoru
einnig' við Edinborgarháskóla.
Hann var mjög önnum kafinn
næstu árin.
En þá heimsótti sorgin skyndi-
lega Bellfjölskylduna. Edward
hafði verið mjög hraustur piltur,
en hann veiktist af berklum og
dó 18’ ára að aldri. Þrem árum
seinna fór á sömu leið fyrir
Melville. Svo fór Alec að fá ógn-
vænleg þreytu- og sótthitaköst,
og sérfræðingur einn hélt því
fram, að hann ætti aðeins eftir
6 inánuði ólifaða.
Foreldrar hans óttuðust, að
Lundúnaþokan eða hið skozka
loftslag myndi ræna jiau eina
syninum, sem eftir var, og því
fluttust þau tafarlaust með hann
til Kanada.
Nokkra mánaða dvöl í hinu
hreina kanadiska andrúmsloffi
framkallaði kraftaverk, hvað
heilsu Alecs snerti. Kvilli þessi
hvarf og vitjaði Alecs aldrei
aftur. En þessi för hafði haft
örlagarik áhrif á framtíð hans.
Þegar Bell hinn eldri fór til
Boston til þess að flytja þar
fyrirlestra, varð honum brátf
boðin staða við Heyrnarleys-
ingjaskóla Horace Mann (sem þá
var kallaður Bostonskólinn fyrir
daufdumba). Hann hafði ekki
áhuga á tilboði þessu, en hann
hvatti son sinn til þess að sækja
um stöðuna.
í aprilmánuði 1871 kom liinn
ungi Alec Bell því til Boston,
og þar hitti hann tveim árum
síðar hina 15 ára gömlu stúlku,
sem átti eftir að verða örlaga-
hjól lífs hans.
„ÉG GÆTI ALDREI GIFZT
SLÍKUM MANNI“.