Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 65
ÍSLENZKl ÁLLINN
71
eða silungsveiðum og hann vill-
ist á færið hjá okkur.
Eitt sinn fór ég þó á lax-
veiðar upp í Grímsá, með manni,
sem hafði með sér álalóð, sem
hann hafði komið sér upp, og
fékk leyfi til að leggja hana í
síkið vestan við Ferjukot. Lét
hann hana liggja þar, að mig
minnir einn eða tvo sólarhringa,
en enginn var á henni állinn,
þegar við drógum. Þar með
hætti hann að hugsa um ála-
útgerð, enda átti hann þá ekki
eftir langa dvöl hérna megin
grafar.
Það er énginn leikur að losa
ál af öngli, a. m. k. ekki ef far-
ið er að því eins bg við lax eða
silung. Hann vefur sig utan um
hendina á manni og jafnvel ut-
an um girnið, svo að varla er
urn annað að ræða en að skera
af honum hausinn til þess að
losa sjálfan sig úr „greipum“
hans! Ef til vill kunna einhverj-
ir aðrir betri ráð en ég, til
þess að losa úr honum öng'ul-
inn, en þetta reyndist mér bezt
í þau tvö skipti, sem ég hef
þurft við ál að etja.
Æviferill álsins er allur hinn
furðulegasti, eins og ýmsir vita.
Til skarnms tima, eða fram yf-
ir síðustu aldamót, vissu menn
ekki hvað af honum varð þeg-
ar hann hélt til sjávar. En nú
er upplýst, að hann fer suður
í Saragossahafið til þess að auka
kyn sitt og deyr að því loknu.
Talið er að um 150 tegundir
af ál séu til, en ekki verður
farið nánar út i þá sálma hér,
þar sem ætlunin er aðeins að
segja nokkuð frá íslenzka áln-
um.
Fyrir 2—3 árum birtist í Morg-
unblaðinu viðtal við Ársæl Jón-
asson kafara, sem er mjög fróð-
ur um álinn og allt hans hátta-
lag. Hann hefur nú um 40 ára
skeið haft mikinn áhuga fyrir
því, að vér íslendingar hag-
nýttum okkur þessa fisktegund,
eins og margar aðrar þjóðir
gera. Hélt hann m. a. eitt sinn
fróðlegt erindi um það mál á
búnaðarþingi. En fyrrnefnt við-
tal í Morgunblaðinu fer hér á
eftir fíilstj.
„H0GET ÁL OG fí()fíÆG“.
íslenzki állinn er víðast hvar
á landinu, bæði sunnan, vestan,
norðan og austan lands. Hann
heldur til í ám og vötnum, jafn-
vel í mýrarfenjum og hraun-
gjótum, en oft fer það eftir því
hve gott æti hann hefur, hve
lengi hann dvelur á hverjum
stað. íslenzki állinn er, ef svo
má segja, gestur þjóðarinnar á
lífsleið sinni. Þegar hann kemur
til Islands, er hann þriggja ára
gamall, eftir ferðalag sitt frá
Saragossahafinu út af Mexikó-