Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 69
ÍSLENZKI ÁLLINN
75
langt niður í botnleirinn, að
frostið nær honum ekki. Þar
lig'gur liann svo þar til frost-
hættan er liðin hjá og hrunn-
klukkur og silungur sýna sig
aftur í vötnunum.
A þessu dvalaskeiði eru veiði-
menn lika á eftir lionum og
nota til veiðanna sting, þ. e. a.
s. langa stöng, sem nær til botns
og á eru 12—20 teinar með agn-
aldi, og er þá þessi stingur orð-
inn allt upp í 25 cm. á breidd,
sem er svo stungið í blindni
ofan í leirinn í von um að hitta
á ál, þar sem hann liggur í
dvala. Þetta heppnast oft og er
þessi veiðiaðferð notuð víða
um heim.
Á veturna má sjá þessa veiði-
menn með álastengur sínar eft-
ir endilöngum Limafirði í Dan-
mörku, þegar maður siglir eftir
ísilögðum firðinum á vetrar-
degi.
Eins og allir mega vita, er
állinn elcki að koma hingað til
lands í dag eða fyrradag, held-
ur er hann búinn að vera hér
í þúsundir ára. —- Það er sorg-
legt, að ÖIl þessi auðæfi, sem
enn eru í landinu, skuli hafa
runnið gegnum greipar lands-
manna allt til þessa. Sárara er
þó að vita, að þegar íslendingar
fyrr á tímum gengu klæðlitlir
og kaldir yfir ísilagðar mýrar
og vötn á ferðum sínum um
landið eftir mat á hallæristím-
um þjóðarinnar, þá hafa þeir
óafvitandi gengið yfir eina af
beztu fæðutegundum, sem völ
er á. i.e.s.
„RADDRITUN“:
Vitvélar munu hlýða sérhverri skipun raddar þinnar án hiks
og vélrita orð þau, sem þú lest þeim fyrir, og simtæki munu
velja sjálfkrafa eftir töluðum orðum, ef tæki þessi eru tengd
við nýjustu „vélheilafrumuna", er hlotið hefur nafnið „Sceptron".
,,Heiti“ þessi mun saman standa af klumpi af kvartstrefjum, sem
er um hálfan þumlung á breidd og mun likjast grófum nagla-
bursta. Sérhver röð meðal trefja þessara, en þær skipta þúsund-
um, mun titra í samræmi við rödd þína. Ljós að baki „burstan-
um“ mun beina völdu hljóðformi á „fótósellu". „Milliskipting".
er möguleg á rnilli hinna fjölmörgu forma, og gerir þetta það
að verkum, að tækin sýna mismunandi viðbrögð í samræmi við
hin mismunandi orð.
English Digest.