Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 59
DAUÐINN DANSAIi Á LINUNNI
niðri sé ég tvö lik og son
minn aS dauða kominn.“
Mario lézt ekki. Hann er nú
lamaður fyrir neðan mitti og
kemst ferða sinna á hækjum.
Þ. átjánda apríl 1963 lézt enn
einn meðlimur í jjessari fjöl-
leikafjölskyldu, Henrietta Wall-
enda. Hún féll til jarðar í Om-
aha. Þótt oft hafi mátt litlu
inuna, eru þetta einu dauða-
slysin, sem orðið hafa í þessum
flokki siðan hann hóf sýningar
árið 1923.
Þennan sama dag stóð Karl
á höndum á öxlum Hermans, og
síðan stóð liann uppréttur í
stól, sem komið var fyrir á
axlastöng, og' hápunktur sýn-
ingarinnar var, þegar hann lyfti
jafnvægisstönginni yfir höfuð
sér. Um þetta var skrifað í
einu dagblaðanna í Detroit:
„Eitt hræðilegt andartak virtist
harmleikurinn ætla að endur-
taka sig, en það var, þegar stóll-
inn vaggaöi hættulega um leið
og Karl stóð uppi teinréttur
og veifaði til fjöldans. Hann
reyndi af öllum mætti að ná
jafnvæginu, þar til það tókst
og hann settist á ný og komst
heill á húfi yfir á pallinn.“
Fjölleikafólkið vissi betur;
það vissi, að þetta hafði Karl
aðeins gert til þess að gera
sýninguna áhrifameiri, og það
65
dáðist innilega að þessum gamla
meistara.
Inni i búningsherberginu
brast Karl aftur í grát. „Karl
frændi,“ sagði Guntlier lágt, „í
dag sýndirðu þeim, að lifið
verður að ganga sinn gang
hvað sem á dynur. Hver einasti
áhorfandi i dag mun lita bjart-
ari augum á sín eigin vanda-
mál eftir þetta. Við verðum að
halda áfram að selja hugdirfsku
okkar. Það er okkar starf. Við
erum fjölleikafólk.“
Það var löng þögn. Loks
sagði Karl: ,,Ja — ja, ja.“
Síðan sagði hann eins og
ekkert hefði i skorizt: „Nú
verðum við að setjast niður og
leggja heilann í bleyti. Nú not-
um við aftur stólinn, þegar við
komurn til Cleveland ■—- og
kannski reiðhjól lika. Við end-
urtökum þetta atriði, hvað sem
það kostar — nema pýramíd-
ann. Ég veit ekki, hvort við
gerum það nokkurn tíma aftur.
Einhvern tíma koma aðrir í
staðinn, og það tekur tíma að
kenna þeim; tíma — þetta tek-
ur allt sinn tima.“
Og' nú ræddu þeir hver í kapp
við annan um það, hvernig
hægt væri að byggja upp næstu
sýnijhgu. Ótrauð ætlaði „Hin
Mikla Wallenda-fjölskylda að
halda áfram sýningum.