Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 43
SJÚKDÓMAR OG ÍMYNDUNARVEIKI
49
læknir við Mayo sjúkrahúsið,
en nú víðkunnnr blaðamaðnr,
segir frá svipuðu dæmi. Ung
stúlka átti strangan föður, sem
gerði henni heimilið að óbæri-
Iegu fangelsi, og hann fullyrti,
að hún gæti ekki losnað þaðan
með því að gifta sig. Stúlkan
fékk óskiljanlega lömun á öðr-
um handleggnum. Að lokum var
föðurnum ráðlagt að senda hana
í heimavistarskóla. Þar hvarf
lömunin fljótlega.
Dr. Dunbar seg'ir frá öðru
dæmi. Gegn vilja foreldranna
hljóp 21 árs gömul stúlka á
hrott með elskhuga sinum. Það
sæði efasemda, sem foreldrarnir
höfðu sáð, tók að vaxa. Hún fór
að líta niður á manninn sinn.
Eðlilegt kynlíf fjaraði út, lífið
varð henni stöðug kvöl og hún
lagðist að mestu leyti í rúmið.
Að lokum tókst lækni hennar
að fá hana til að horfast í augu
við hvernig komið var, og ann-
aðhvort leita skilnaðar eða gera
alvarlega tilraun til að bæta
hjónabandið. Hún valdi siðari
kostinn og eftir átján ára ógæfu-
samt líf, tók að birta.
Þrá eftir samúð er önnur
algeng' orsök móðursýki. Barn-
ið tekur eftir því, að afskifta-
litlir foreldrar verða umhyggju-
samir og góðir, þegar veiltindi
ber að höndum. Óafvitandi
geymist þessi vitneskja í djúp-
um fylgsnum hugans, og síðar í
lífinu er hún dregin fram.
Eiginkona kveður upp þann
úrskurð, að önnum kafinn eigin-
maður hennar vanræki hana
fyrir starf sitt. Hún gerir sér upp
lasleika, og smám saman skap-
ast viss sjúkdómseinkenni. Auð-
vitað vonar hún að vinna mann-
inn sinn aftur á þennan hátt.
En sjaldan ber það tilætlaðan
árangur, samúðin ein er ótraust-
ur hjónabandsgrundvöllur. Eða
móðirin kvíðir einverunni, sem
framundan er, þegar einkadótt-
irin giftist og flytur frá henni.
Sjúkleiki, sé Iiann nógu alvar-
legur, kann að nægja til þess
að koma i veg fyrir hjónaband-
ið og halda dótturinni heima.
Og svo veikist móðirin.
Sumt fólk sækist eftir upp-
skurðum, því að það finnur, að
aðeins á sjúkrahúsi hlotnast því
sú samúð og athygli, sem það
þarfnast. Yið og við má lesa
skýrslur, sem virðast leiða í
Ijós ískyggilegar staðreyndir. í
einni slikri segir frá því, að
78% af fjarlægðum eggjastokk-
uin hafi reynst algerlega heil-
brigðir, í annarri segir, að í 30
•% af magaskurðum hafi ekkert
fundist athugavert við magann,
o. s. frv.
Sannleikurinn er þó sá, að
mestur hluti þessara uppskurða
er gerður i góðri trú. Móðursjúkt