Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 53
DAUÐINN DANSAH Á LÍNUNNI
59
sveit, en nú vóru línudansar-
arnir orðnir 13 talsins, en það
þótti mörgum óheillamerki. En
Karl Wallenda, hinn 57 ára
gamli stofnandi flokksins,
skeytti engu slíkum óheilla-
merkjum. Hann hafði verið
línudansari i 40 ár, allt frá
því að hann og bróðir hans,
Herman, byrjaði að sýna i
Magcfeburg í Þýzkalandi. Og
hann sjálfur, frœgasti línudans-
ari Bandarikjanna, hafði æft
alla i hópnum, en flest var
þetta skyldfólk hans eða venzla-
fólk.
En þetta kvöld fann Karl þó
til svolítils kviða: Nýjasti skjól-
stæðingur hans, Dieter Schepp,
hinn 23 ára gamli bróðurson-
ur fyrri konu hans, var enn
lítt reyndur. Karl hafði rekizt
á Dieter í Austur-Berlin, þar
sem hann bjó ásamt móður
sinni, sem var ekkja, og systur
að nafni Jana, 16 ára, og hann
hafði hvatt þau til að flýja til
Vesturlanda. Og haustið 1961
voru þau systkin komin i hóp
Wallendas. Jana var óviðjafn-
anlegur linudansari. En Dieter
hafði lítinn áhuga á slíkri iðju;
þetta var honum eins og hvert
annað strit. Hann skeytti lítið
um aga og æfingar og amaðist
— eins og allir hyrjendur --
yfir blöðrum á höndum, verki
i lærum og kálfum og eymslum
í fótum. Hann kunni illa við
sig í Florida; ameriskur bjór
féll honum ekki. En Karl var
þolinmóður og lét engan bilbug
á sér finna, og fór svo að lok-
um, að þessi ungi maður lét
segjast, og brátt var hann orð-
inn einn af fjórum, sem mynd-
uðu uppistöðu pýramídans.
„Hafið engar áhyggjur af
Dieter," sagði Karl við fólkið
á æfingum. „Ég skal svei mér
temja hann. Hann er enginn
listamaður; en hann veit, að
hann er stöðugur eins og steinn,
þegar hann er kominn út á
línuna.“
Mario, 29 ára gamall töku-
sonur Karls, sem hafði verið
á línunni allt frá því hann var
fjögurra ára, var yfirleitt glað-
lyndur og bjartsýnn, en honum
ieizt einhvern veginn ekki á
þennan nýja mann. Áður en
flokkurinn fór frá Sarasota í
Florida, kom hann til konu
Karls og sagði: „Mamma, ég
veit ekki Iiværs vegna það er,
en mér líkar einhvern veginn
aldrei við hann Dieter.“
Gunther, hinn 35 ára gamli
sonur Hermanns, miðlaði Diet-
er af allri sinni þekkingu.
„Farðu aldrei óvarlega; láttu
ekki fifldirfskuna ná tökum á
þér. Við viljum engan á línunni,
sem ekki er hræddur; það eru
aðeins kjánar, sem ekkert ótt-