Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 123
SKIN OG SKÚfílR 1 SAMBÚÐ...
129
kennd gagnvart börnum sínum.
Langflestum, sem ekki eru a'ð
glíma við hálfgleymda drauga
úr eigin fortið, tekst að taka í
taumana áður en ógæfan dynur
yfir. Hitt eru undantekningarn-
ar, en þær eru nægilega marg-
ar til þess að ástæða sé til að
vara við þeim.
Hérlendis hefur uin tveggja
ára skeið verið starfrækt geð-
verndardeild fyrir börn á veg-
um Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, til aðstoðar fólki,
sem af einhverjum ástæðum
lendir í örðugleikum með börn
sín. Sú deild hefur engan veg-
inn við að greiða úr þeim
vandamálum, sem þangað ber-
ast. Til þéss vantar fleira sér-
menntað fólk og betri vinnu-
skilyrði. Eitt af því, sem sár-
vantar, er hæli fyrir taugaveikl-
uð börn. Sum vandamál eru svo
flókin, að ekki verður úr þeim
greitt með öðru móti en skilja
foreldra og börn að um stundar-
sakir. En það vantar ekki ein-
ungis haqli, heldlir líka sér-
menntað starfslið, til að starf-
rækja það. Það er erfitt og
kostnaðarsamt að koma íslenzk-
um börnum fyrir á erlendum
hælum, og málörðugleikar eru
auk þess verulegum árangri
þrándur í götu.
Við íslendingar erum ein
smæsta þjóð i heimi. Við þörfn-
umst sérhvers einstaklings
meira en stórþjóðirnar. Það er
kostnaðarsamt og fyrirhafnar-
mikið verk að tryggja börnum
andlega og líkamlega hreysti.
En væri ekki kostnaðarsamara
að láta ungviðið fara í súginn?
Frægur brezkur pololeikari vau beðinn um að skilgreina hvað
fólgið væri í hugtakinu „sannur Iþróttamaður". Hann svaraði:
,,Það er maður, sem tekur sigrinum þannig, að hann gefur það
óbeint í skyn, að ekkert sé eðlilegra en að hann sigri, en tapinu
þannig, að hann gefur það í skyn, að það sé skemmtileg tilbreyt-
ing að tapa svona einstöku sinnum."
Það er aðeins einn af milljón, sem skilur ástandið í alþjóða-
málum. Er það ekki skrýtið, hversu oft við rekumst á þennan
eina?