Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 64
Æviferill álsins er allur hinn furðulegasti. Það er ekki fyrr en
nýlega, að upplýst hefur verið, <iii hann fer suður í Sara-
gossahafið til þess að auka kyn sitt og deyr að því
loknu. íslenzki állinn, er ein af um 150 tegundum
ála, sem talið er, að til séu.
íslenzki álllnn
Eítir I. E. S.
TUNDUM kemur það
fyrir, aS veiSimenn
fá ál á stöng. Fyrir
sjálfan mig hefur
það komið tvisvar
sinnum, í fyrra skiptiS fyrir
neSan ÆSarfossa í Laxá í Þing-
eyjarsýslu og hið siðara í svo-
nefndri Brennu hjá Hamarend-
um við Hvítá í Borgarfirði.
Og þaS sögulega við Brennu-
álinn var, að hann tók flugu!
Ég var nýbyrjaður aS kasta og
eitthvað að laga á hjólinu hjá
mér, en flugan var úti i ánni,
rétt við landiö, og sökk til botns,
meðan ég var að þessu. Þegar
ég ætiaði að fara að kippa henni
upp og kasta aftur, fann ég
einliver þyngsli, sem ég hélt
að væri slý eða eitthvað því-
líkt; en þetta reyndist vera álí,
líklega 25—30 sm. á lengd, eft-
ir því, sem mig minnir. Flugan
var einltrækja, Black dr. nr. 1.
Ég hélt þá að þetta væri eins-
dæmi, og var auðvitað við þvi
búinn, að þessari veiðisögu yrði
varlega trúað, eins og sumum
öðrum frásögnum okkar veiði-
manna; en síðar rakst ég á það
i 11. hefti Veiðimannsins, bls.
16, að áll hefur líka veiðst á
flugu i Englandi.
Flestir veiðimenn, sem hafa
veitt ál, munu vera sammála
um, að hann sé ekki skemmti-
legur fiskur á stöng. Hann strik-
ar hvorki né stekkur og veitir
enga mótspyrnu svo teljandi sé.
Við köllum hann ódrátt hinn
mesta, þegar við erum á lax-
70
— Veiðimaðurinn