Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 119
SKIN OG SKÚRIR í SAMBÚÐ . . .
125
ýktum kröl'um til sjálfs sín,
geri foreldrið þær kröfur til
barnsins, að það leggi sig ekki
fram á þann liátt, sem því er
eðlilegt. Foreldrið finnur and-
úðina á barninu, sem ])að get-
ur ekki réttlætt með neinum
skynsanilegum rökum. Óvissan
um uppruna og eðli sinna eig-
in tilfinninga gerir foreldrið
óöruggt gagnvart barninu. For-
eldrið finnur sig ósanngjarnt
gagnvart barninu og óttast að
gera því rangt til án eigin vit-
undar og vilja. Til að bæta
fyrir og forðast slíkt óréttlæti,
dæmir foreldrið sig oftar en
ekki til að færa fleiri og stærri
fórnir en nokkrum manni er
eðlilegt og nokkru barni er
hollt.'
Það er á þessu stigi málsins,
sem dómgreindin ruglast oft-
ast.
Ekki væri svo illa farið, ef
foreldrið gerði sér fulla grein
fyrir, hvers barnið þarfnaðist
og legði sig í líma við að lull-
nægja þeim þörfum. Það verð-
ur þvi miður sjaldnast, ef sekt-
arkenndin er annars vegar.
Venjulega ruglast foreldrið i
hverjar fórnir eru færðar á
altari sektarkenndarinnar og
henni cinni til friðþægingar,
og hverjar fórnir eru færðar
velferð barnsins. Og svo mik-
ið er víst, að það er oftar sekt-
arkenndin en barnið, sem hncpp-
ir foreldrið i ósýnilega spenni-
treyju, barnið er meira að
segja oftast hlunnfarið í við-
skiptunum, án þess að foreldrið
geri sér grein fyrir því.
Ég ætla að segja dæmi úr
daglegu lífi, sem skýrir vand-
ann betur en rnálalengingar.
Sagan er um bandariskan dreng,
sem lieitir Tim, og móður hans.
Þau hafa gefið mér leyfi til
að segja hana, ef hún mætti
koma einhverjum að haldi. •—
Sagan á sér margar hliðstæður
hérlendis sem erlendis.
Móðir Tims var leikkona.
Eftir margra ára baráttu við
fáfækt og örbirgð virtist hún
loks vera að öðlast viðurkenn-
ingu i starfi sínu, og hún var
heitbundin manni, sem átti
hug hennar allan. Framtíðin
virtist blasa við. Tim var enn
ókominn í þennan heim, er
faðir hans sveik móðurina í
tryggðum og gekk að eiga aðra
konu. Tim var á engan hátt
velkominn í þennan heim, og
auk þess var hann óvenjulega
óvært og veiklað barn. Móðir
hans varð oft að vera frá at-
vinnu sinni þess vegna. Smám
saman fékk hún orð á sig fyr-
ir að sVikjast um og hvert
tækifærið á fætur öðru á lista-
ferlinum gekk henni úr greip-
um. Móðurinni fannst Tim liafa