Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 66
72
ÚRVA L
flóa, þar sem hann fæóist. ís-
lenzki állinn tilheyrir svoköll-
uðum Evrópuál, sem ferðast og
dreifist viða um lönd Evrópu.
Þegar hann kemur hingað til
lands er hann fyrst að fá á sig
fisklag. Þá er hann um 6 cm.
langur, gagnsær og með svart-
an haus. Ef menn gefa sér tíma
til á vorin við árósa, geta þeir
séð, livar hann kemur í smá-
hópum að taka land á íslandi
og dvelur svo hér til fullorð-
insára, 6—8 ár, eftir því hve
fæðan er rikuleg á hverjum
stað og því hve fljótt hann verð-
ur kynþroska.
Allinn lifir hér á landi svo til
óáreittur, vegna ókunnugleika
landsmanna á gæðum hans og
verðmæti, en mörgum íslend-
ingi. sem hefur gist nágranna-
löndin, er vel kunnugt, að hann
er á hverjum matseðli á hótel-
um meginlandsins. í Kaup-
mannahöfn t. d. er reyktur áll
eitt af þvi dýrasta og eftirsókn-
arverðasta, þegar vel skal veita.
„Röget A1 og röræg“ þekkja all-
ir ferðalangar, sem gist hafa
Kaupmannahöfn. Állinn er sem
sagt ein verðmætasta fisktegund
á heimsmarkaðinum. Hann er
jafnvel dýrari en lax, enda á-
litinn meiri gæðavara. Auk Jiess
að vera eftirsóttur á hótelum
erlendis, er hann oft notaður,
ef um lasleika eða slen i fólki
er að ræða, þar sem þessi góða
fæða er álitin bæta mjög heils-
una.
Það hljóta margir að liarma
það, að hin velupplýsta íslenzka
þjóð skuli ekki enn vita betur
uin svona algenga fæðu sem
landið á í svo ríkum mæli. Til
þess að "hagnýta þessi auðæfi,
er ekki nema ein leið: Bændur
landsins og jarðeigendur kanni
og veiði ál, hver í sinni landar-
eign og notfæri sér og komi í
gagn þessum hlunnindum jarð-
anna, sem eru svo eftirsótt af
öllum, sem til þekkja. Það er
engum vafa hundið, að hver
jörð á landinu. þar sem állinn
heldur til og veiðist, verður
ineira virði, ef þessi hlunnindi
eru notfærð og fyllilega í gagn
komið. Fjölbreytni í búskap hef-
ur jafnan vantað hér á landi,
en þarna er sérstakt og gagn-
legt atriði til að bæta úr jiessu,
nú þegar erlendir gestir sækja
meira og meira til landsins.
ALLT SEM Afí KJAFTI KEMUR
Um háttalag og ferðir álsins
varð ekki knnnugt fyrr en árið
1904, þegar danska hafrannsókn-
arskipið Tlior var við rannsókn-
ir á Atlantshafi, vestur af Fær-
eyjum. Þeir fengu fyrstu ála-
lirfurnar, sem fundust á leið
til Evrópulanda frá Saragossa-
hafinu.