Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 101
2000 E. KR. RENNUR UPP EFTIR 36 ÁR
107
kenna konum þar að hagnýta,
sér betur þær fæðutegundir,
sem fyrir hendi eru og hvernig
komizt verði hjá að eyðileggja
næringarefni þeirra í matreiðsl-
unni.
Það er nú mjög i tízku, þegar
vandamál slík sem jiessi eru
til umræðu, að bera saman alls-
nægtir okkar, vestrænna þjóða,
og skort þann, sem rikir annars
staðar í heiminum. Skipta mann-
kyninu í þá, sem „allt hafa“ og
hina, sem „ekkert hafa“ og hafa
það við orð, að við eigum að
finna tii sektarkenndar, fyrir
það, að við berum gæfu til að
hafa nóg, og jafnvel ofmikið að
borða.
Að mínum dómi er 51ík af-
staða neikvæð. Úr hungursneyð
og fæðuskorti annarra verður
ekki bætt með því að við, sem
höfum nóg að borða, förum að
spara við okkur. Eina ástæðan
til þess, að við mættum finna
til sektarkenndar, væri hins-
vegar sú, að við létum tæknilega
vankunnáttu hinna lönd og leið
og vanræktum að láta þá verða
aðnjótandi þekkingar okkar og
reynslu.
Það kysi ég helzt, að þau
börn, sem fæðast á þessu ári,
ekki einungis hér á landi, held-
ur og i Asíu og Afriku og Suður-
Ameríku, standi i blóma lifs-
ins en ekki á grafarbakkanum
árið 2000.
BIRGÐAKÖNNUN 1 GUINEUFLÓA.
Tveir franskir togarar hafa verið útbúnir sem; fljótandi rann-
sóknarstofur, og hafa þeir þegar haldið’ í hafrannsóknaleiðangur
til Guineuflóa við vesturströnd Afríku. Er ætlunin að gera þar
nokkurs konar birgðakönnun og athuga veiðimöguleika í flóan-
um með aukna fæðuöflun fyrir Afríku í huga. Með togurunum
eru vísindamenn frá ýmsum þjóðum. Munu togararnir sigla um
5.600 mílur á svæði þessu í þeim tveim ferðum, sem farnar verða.
Munu vísindamennirnir gera veðurfræðilegar og haffræðilegar
athuganir og taka sýnishorn af öllu kviku á sjávarbotni með 30
—40 mílna millibili.
Unesco Courier.
Skilgreining hryggbrots: Beztía vinnusparnaðaraðferð, sem
karlmaðurinn veit um.