Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 178
184
ÚR VAL
Sí0*« eR tj?íB
Allir kannast við þá tegoind
tómatsósu, sem framleidd er und-
ir vörumerkinu: -\/ALUR.
Kunnur reykvískur stærðfræ.ð-
ingur var að kaupa ýmislegt til
heimilisins, m. a. tómatsósu. En
þar eð innkaupin voru i meira
lag, gleymdi hann vöruheitinu á
sósunni.
Þegar afgreiðslustúlkan hafði
tínt allflestál’ tegundir niður úr
hillum og borið undir álit stærð-
fræðingsins, greip sá síðarnefndi
upp eina flöskuna og leit sigri
hrósandi á miðann ...
„Það er einmitt þessi, kvaðrat-
rótin af alur.“ Þ.E.
Ólafur er maður nefndur. Hann
bjó á bæ einum á Norðurlandi.
Eitt haust fór hann sem oftar í
kaupstaðinn með föll af kindum,
er hann hafði slátrað heima. Ut-
anbúðarmaðurinn i verzlun þeirri,
er bóndinn hugðist leggja kjöt-
skrokkana inn hjá, var í eitthvað
slæmu skapi, er bónda bar að og
svaraði styggilega, að hann vildi
ekkert með skrokkana hafa.
„Farðu með þá til helvítis," svar-
aði hann til frekari áherzlu. Bóndi
varð ekki uppnæmur við ónotin,
en svaraði rólega: „Ja, ég veit
nú ekki hvar Helvíti er, ef það
er ekki hérna.“ Við þetta tilsvar
tók utanbúðarmaðurinn kjötið inn
án frekari athugasemda.
J.Ó.
Karl nokkur á Svalbarðsströnd
við Eyjafjörð var hornreka hjá
kerlingu sinni. Á haustin súrsaði
hún jafnan handa honum í sér-
stöku íláti og tíndi þar til allt
það versta og matarminnsta, sem
til féll af slátrunum, eins og garn-
ir, lungu, kirtla og þess háttar.
Sjálf át hún lundabaggana, sviðin
og pungana.
Eitt sinn komu mektargestir til
Þeirra hjóna, og bar þá kerling
fram allt það bezta, sem til var
í húsinu, þar á meðal súrmat
góðan. Karl var settur til borðs
með gestunum og undraðist hann
mjög allar krásirnar. 1 miðri mál-
tíð spyr hann því kellu sína:
— Heyrðu, Randíður mín! Eru
garnirnar mínar allar búnar, eða
hvað ?
Fauk þá i kerlingu, svo að hún
gætti elcki orða sinna og segir:
•— Þú ættir að skammast til
að gá að þér, þegar þú situr til
borðs með höfðingjum! S.D.