Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 127
HARÐASTl VETUR EVRÓPU
133
við viðgerð á vegum og járn-
brautarlínum. (Aðeins kostnað-
ur við endurbyggingu þýzkra
þjóðvega, nam 250 milljón doll-
urum.) Brezk vátryggingafelög
geraráð fyrir 45 milljón dollurum
til greiðslu á óvenjulegum kröf-
um — vegna eldsvoða, sem
hlutust af sprungnuin gasofnum,
fyrir tjón á húsum, þegar vatns-
leiðslur sprungu, og vegna
þeirra kynstra af beinbrotum,
sem menn hlutu af að detta á
hálkunni.
Tjónið náði til allra sviða
fjárhagslífsins. Byggingariðnað-
ur lagðist atgerlega niður, þar
sem öll útivinna var óhugsandi.
Bændur töpuðu milijónum doll-
ara sökum uppskerubrests
(vetrarhveiti á norðlægari slóð-
um; appelsínur, tómatar og
grænmeti sunnan til), og einn-
ig' sökum gripafellis, skemmd-
um á vínekrum, tjóni á mjólk
í tonnatali, af því að hún komst
ekki á markað. ísilagðir firðir
í Noregi, frosnir skurðir í Hol-
landi og stormar á hafinu kost-
uðu fiskimennina milljónir doll-
ara. Meira en helmingur af
ostrustofni Evrópu drapst, og
Qstruseiðin eru fimm ár að
verða fiillvaxta.
Þessi hinn grimmasti vetur
leiddi samt í ljós dyggðir lijá
mannfólkinu — hlýju, góðvilja,
fúsleika til að leggja á sig hrakn-
inga og jafnvel lífshættu fyrir
náunga sinn. Allir hjálpuðu til
að ýta vögnum, allir mokuðu
snjó og allir tóku inn á heimili
sin nágrannana, sem urðu að
flýja hús sín undan sprungnum
vatnsleiðslum. í Scheveningen í
Hollandi óð lögregluþjónn i ís-
köldu vatni upp í höku, tii þess
að bjarga hjónum, sem var að
reka til hafs á ísjaka. Mjólkur
bilstjóri i Englandi óð daglega
tveggja mílna leið í snjó, sem
var ófær fyrir bílinn hans, til
þess að ílytja mjólk til sjúkra-
húss noltkurs.
Ungbörn blésu alls konar fólki
i! brjóst hetjuhug. Er rafmagnið
bilaði i tveimur sjúkrahúsum í
Lundúnum, sendi rjómaísfélag
nokkurt bíl með fjórum rafölum;
bjargaði klakvélin lifi hvítvoð-
unganna, sem annars kynnu að
hafa dáið, er þá skorti hitann.
Ungbörn vmru flutt af slökkvi-
liðsmönnum, strætisvagnastjór-
um, ráðherra og landverkamönn-
um. í einangruðu þorpi í Frakk-
landi, Les Brunels, var kona,
sem komin vrar að fæðingu,
flutt í fæðingardeild á sleða,
sem kúm var beitt fyrir, þar
sem hestar voru ekki tiltækir.
Með þvi að ekki var hægt að
koma við bílum, urðu læknarn-
ir að fara gangandi, oft langar
leiðir, til þess að veita hjálp
i alvarlegum veikindum. Frönsk-