Úrval - 01.01.1964, Blaðsíða 117
SKIN OG SKÚRIK í SAMBÚÐ . . .
123
sé um að gera að láta ekki á
neinu bera, heldur beri því að
vera ástúðlegra við barnið en
hokkru sinni fyrr-----að hvers
kyns refsing sé forboðin vara
og þar fram eftir götunum.
Það þarf enga sérstaka skarp-
skyggni til að sjá, hvert leiðir,
ef slíkum kenningum er fylgt
of fast eftir. Barnið lilýtur ó-
hjákvæmilega að ganga á lagið
og verða ágengara og heimtu-
frekara en góðu hófi gegnir.
Foreldrarnir geta reynt eftir
föngum að vera einhvers konar
andleg ofurmenni og dylja
gremjuna og reiðina, sem fram-
koma barnsins hlýtur óhjá-
kvæmilega að vekja. En fyrr
eða síðar hlýtur að sjóða upp
úr.
Það þarf miklu meiri skarp-
skyggni til að skilja, hvernig
það má verða, að jafnvel skyn-
samasta fólk geti farið svo
barnalega að ráði sínu. Til þess
þarf að jafnaði að skyggnast
dýpra inn i sálarlíf foreldris-
ins. Það er t. d. einkennilegt
að sjá móður, sem er sjálk kurt-
eisin og hæverskan uppmáluö,
loka augunum fyrir því, að
barnið hennar er argur óþekkt-
arangi, sem öllum er orðið í
nöp við. Sé hins vegar vitað,
að sömu móður leyfðist aldrei
að sýna á sér blett eða hrukku
á barnsaldri og þaðan af sið-
ur að láta i ljós eðlilega andúð
á slíkri meðferð, verður skilj-
anlegra, að hún geti notið þess
á einhvern hátt að leyfa barn-
inu sínu að baða sig í þeim
sömu tilfinningum og hún varð
sjálf að setja undir loku og slá.
Það verður líka skiljanlegt, að
sama móðir, — jafnvel eftir að
hún er löngu orðin þreytt á að
vera þræll uppivöðslusams barns,
— geti ekki látið gremjuna og
andúðina í ljós á eðlilegan hátt,
heldur fyllist sektarkennd yfir
að bera svo ófagrar tilfinningar
i brjósti gagnvart harðstjóran-
um — á nákvæmlega sama hátt
og gerðist forðum, þegar hún
var varnarlaus gagnvart harð-
stjórn eigin foreldra. •—•
Ég held, að ástæða sé til að
tala frekar um sektarkenndina,
þvi að hún virðist rugla dóm-
greind fleiri foreldra en nokk-
uð annað. Það er margt, sem
getur valdið sektarkennd. Tök-
um til dæmis foreldri, sem ger-
ir upp á milli barna sinna.
Auðvitað veit ég vel, að börn
eru misjöfn að' eðlisíari, og
það er ekki hægt að ætlast
til, að foreldrar beri nákvæm-
lega sömu tilfinningar til allra
barna sinna. Segjum, að for-
eldrið hafi nú fullan hug á
að gera börnum sínum jafnt
undir höfði í þeirn skilningi,
að það beri hag þeirra jafnt